../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-026
Útg.dags.: 01/06/2015
Útgáfa: 3.0
2.02.05.01.01 Beinarannsóknir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Beinarannsóknir:
    • Höfuð: andlitsbein, afhol nefs, höfuðkúpa, kjálkaliðir, kjálkabein .
    • Hryggur: háls-, brjóst- lend- og spjaldhryggur, spjaldliðir.
    • Efri útlimir: öxl, viðbein, axlarhyrnuliðir, herðablað, upphandleggur, olnbogi, framhandleggur, úlnliður, bátsbein, hönd, fingur.
    • Neðri útlimir: mjaðmagrind, mjöðm, lærleggur, hné, fótleggur, ökkli, hæll, rist, tær.
    • Annað: bringubein, rifbein, lengdarmæling ganglima, hryggskekkjurannsókn, öxulmæling.
Samheiti: Yfirlitsmyndir
Pöntun: Röntgensvör, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Áverki, beina- og liðasjúkdómar, mælingar, meinvörp o.fl.
Frábendingar: Þungun ef rannsókn beinist að kviðarholi.
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur: Enginn.

    Aðferð: Við myndgreiningarrannsókn af beinum er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun.
    Teknar eru tvær eða fleiri röntgenmyndir. Geislafræðingur framkvæmir rannsókn.

    Tímalengd: 10 - 30 mínútur.

    Eftirmeðferð: Engin.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður

    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send næsta virka dag til þess læknis sem óskaði eftir rannsókninni. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
      Ritstjórn

      Alda Steingrímsdóttir
      Soffía G Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Pétur Hannesson

      Útgefandi

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 10/26/2011 hefur verið lesið 3363 sinnum