../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-026
Útg.dags.: 08/29/2022
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Ammóníak í plasma
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Ammoníak, NH3, myndast við efnaskipti ýmissa köfnunarefnis-sambanda í lifur, einkum þó amínósýra. Það myndast einnig í píplufrumum nýrna sem þáttur í útskilnaði vetnisjóna. Mest myndast þó af ammoníaki í þörmum úr urea og köfnunarefni í fæðu fyrir áhrif örvera. Ammoníak fer auðveldlega í gegnum frumuhimnur en við eðlilegar aðstæður bindur það vetnisjóna og myndar ammoníumjón, sem ekki flæðir í gegnum frumuhimnur. Þéttni ammoníumjóna í vena porta er 5 - 10 sinnum meiri en í öðru venublóði. Lifrin tekur virkt upp ammoníumjónir úr blóði og myndar úr þeim urea.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur á að forðast reykingar ca. 6 klst fyrir blóðtökuna.

Gerð og magn sýnis: Sýni tekið án stasa í glas með fjólubláum tappa með EDTA storkuvara. Litakóði samkvæmt Greiner. Glasið á að fyllast og tappann á ekki að taka af, til að loft komist ekki að sýninu. Sýni skal sett STRAX í ísvatn og flutt á rannsóknarstofuna.

Geymsla sýnis: Sýnið skilið STRAX niður við 4°C. Plasma tekið ofan af innan 30 mínútna frá blóðtöku og mælt strax. Ef ekki er hægt að mæla sýnið strax þá má geyma plasmað í vel lokuðu glasi í kæli í 2 klst og í frysti (-20°C) í þrjá daga.

Hvar mælt og hvenær: Mælt á rannsóknakjarna bæði í Fossvogi og á Hringbraut allan sólarhringinn
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Karlar: 15 - 55 µmól/L.
Konur: 11 - 49 µmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Í heilbrigðu fólki er þéttni ammoníumjóna í blóði nokkuð stöðug. Köfnunarefnisrík fæða hefur ekki áhrif á þéttnina.
    Túlkun
    Hækkun: Við lifrarsjúkdóma á háu stigi, Reyes syndrome og arfgenga sjúkdóma í urea hring. Einnig við samveitu (shunt) á milli vena porta og vena cava. Við lifrarbilun og samveitu hefur köfnunarefnið í fæðu og blæðingar inn í þarma mikil áhrif á þéttni ammoníumjóna í blóði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Laurells Klínisk kemi I praktisk medicin. 9th ed. Studentlitteratur, Svíþjóð
    2. Method Sheet frá Roche. NH3L Ref 20766682 322; 2016-96 V10.0

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 5685 sinnum