../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-121
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Laktat
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Mjólkursýra (laktat, lactic acid) er lokastig við loftfirrða (anaerob) glýkólýsu og myndast í líkamanum þegar ekki er nægilegt súrefni til staðar til að brenna glúkósa til enda. Það laktat sem myndast í líkamanum getur ýmist umbreyst í pyruvat eða verið tekið upp af frumum í lifur og nýrum og notað til nýmyndunar á glúkósa og glykógeni.
Mikil líkamleg áreynsla eykur laktatstyrk í blóði, en hann lækkar hratt aftur við hvíld.

Helsta orsök hás laktats í blóði er almenn súrefnisþurrð. Aukinn styrkur laktats getur einnig verið vegna staðbundins súrefnisskorts í líkamanum, svo sem við skert blóðflæði til lifrar eða nýrna. Sú klínískaa mynd sem kölluð er lactic acidosis einkennist af háum laktatstyrk með sýringu og lækkuðu bíkarbónati í blóði. Þetta er lífshættulegt ástand sem sést helst við lost, súrefnisþurrð, lifrarbilun, sykursýki, nýrnabilun, lyfjaeitranir og etanól-, methanol- og etylen glycol eitranir.


Við grun um hvatberasjúkdóm eru sýni til laktatmælinga stundum tekin fyrir og eftir áreynslu.

Þar sem glykolýsa í blóðkornum hefur áhrif á laktatstyrk eftir að blóð er tekið er mikilvægt að kæla sýni strax og skilja blóðkorn frá blóðvökvanum (plasma).

Mæling er gerð með ensýmatískri aðferð.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sjúklingur skal ekki reyna á sig fyrir sýnatöku.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið án stasa í glas (inniheldur LiHeparin) með grænum tappa (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner. Sýni skal sett STRAX í ísvatn

Sýni skilið niður innan 15 mínútna frá sýnatöku. Dragist að kæla og skilja niður sýni er hætta á falskt of háum rannsóknaniðurstöðum.
Plasma sem skal tekið ofan af blóðkornum og geymist það í stofuhita allt að 8 klst, í kæli 14 daga og fryst a.m.k. 1 mánuð.


Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,6 - 2,5 mmol/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkað laktat og acidosis sést sjá sjúklingum í losti. Hækkun sést einnig við sykursýki (diabetisk ketoacidodid) og lifrar- og nýrnabilun svo og við bráðan súrefnisskort (t.d. status astmaticus, króniska obstruktíva lungna sjúkdóma með akút komplikationum). Etanól- og metanóleitrun sem og salicylateitrun veldur hækkun á laktati og aukningu á anjónbili. Mikil áreynsla veldur einnig hækkun á laktati í blóði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Method Sheet. Lactate, REF11822837 190, V10.0. Roche Diagnostics, 2016-02.

      2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 90-91.


    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 5368 sinnum