../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-018
Útg.dags.: 05/31/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.01.01 Aldósterón
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Aldósterón er saltsteri (mineralocorticoid) myndaður í nýrnahettum. Framleiðsla aldósteróns stjórnast fyrst og fremst af renín-angíotensín kerfinu og kalíum styrk. Hlutverk renín-angíotensín-aldóstrón kerfisins er að viðhalda blóðrúmmáli og blóðþrýstingi með endurupptöku natríums í nýrnapíplum í skiptum fyrir kalíum og prótónur.
Helstu ábendingar: Grunur um afleiddan háþrýsting vegna frumkomins eða afleidds aldósterónheilkennis (primer eða secunder hyperaldosteronism).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Chemiluminescent immunoassay (CLIA) á mælitæki frá Diasorin (Liaison XS).
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Safna skal blóðsýni að morgni, helst milli klukkan 07-09. Almennt skal miða við að sjúklingur hafi setið í 10 mínútur fyrir sýnatökuna. Sé þörf á nákvæmari rannsókn er mælt með samráði við innkirtlasérfræðing varðandi frekari undirbúning sjúklings fyrir sýnatöku (t.d. tímabundið hlé á inntöku ákveðinna lyfja, stjórnun á saltinntöku og það hvort sýni skuli tekið eftir næturlegu og/eða eftir 2-4 tíma upprétta stöðu/gang).
Gerð og magn sýnis: 0,5 ml sermi. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Sermi má geyma í 5 sólarhringa í kæli en þarf að frysta við -20ºC fyrir lengri geymslu.

Mælt á rannsóknarkjarna Fossvogi
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Standandi 70 - 1086 pmól/L. Liggjandi 49 - 643 pmól/L.

ATH: Ný aðferð og ný viðmiðunarmörk,(Diasorin Liaison) feb. 2023
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun: Aldósterón gildi í sermi eru há hjá nýfæddum börnum en fara lækkandi fram á táningsaldur. Sólarhringssveifla er á styrk aldósteróns, hæst gildi mælast að morgni en lægst seinnipartinn og á kvöldin (allt að 30% lægri). Styrkur aldósteróns er mjög háður saltinntöku (mikið saltát veldur lækkun og lítið saltát hækkun) og eins líkamsstöðu (aldósterón er u.þ.b. tvisvar sinnum hærra hjá standandi heldur en liggjandi einstaklingi). Ýmis lyf hafa áhrif á þéttni aldósteróns.
Hækkun: Frumkomið aldósterónheilkenni: aldósterónmyndandi kirtilæxli (adenoma) í nýrnahettum (Conn´s syndrome) og nýrnahettuauki í báðum nýrnahettum (bilateral adrenal hyperplasia). Afleitt aldósterónheilkenni: afleiðing aukinnar renín myndunar t.d. vegna nýrnaæðasjúkdóma eða renín framleiðandi æxla. Þvagræsilyf.
Lækkun: Minnkuð starfsemi í nýrnahettum (adrenal insufficiency). ACE-hemlarar, betablokkarar.
Hide details for HeimildirHeimildir
Fylgiseðill með hvarfefnum, LIAISON Aldosterone. EN-53959-2020-11 DiaSorin Inc.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
Hurwitz S, Cohen RJ, Williams GH: Diurnal variation of aldosterone and plasma renin activity: timing relation to melantonin and cortisol and consistency after prolonged bed rest. J Appl Physiol 2004;96:1406-1414.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 11412 sinnum