../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-622
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.16 Krufning - bakteríur, sveppir,
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Sýni úr krufningu - almenn ræktun, Sýni úr krufningu - svepparæktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um andlát af völdum sýkingar.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Ræktun í andrúmslofti og við loftfirrð skilyrði.
    Það kemur fyrir að grunur er um að sýking hafi orðið manni að fjörtjóni, án þess að það hafi verið staðfest fyrir andlátið. Því eru stundum teknar ræktanir við krufningu, þá þaðan sem síst er að vænta bakteríugróðurs að eðlilegu. Þó er æskilegt að taka sýni frá líklegum sýkingarstöðum. Það er alltaf hætta á því að ræktanir teknar við krufningu verði falskt jákvæðar, eins og á við um allar ræktanir. Mikilvægt er að vanda sýnatökuna og viðhafa að minnsta kosti jafn hrein vinnubrögð og gerð yrðu í lifandi lífi. Sé svo eru sáralitlar líkur á falskt jákvæðri ræktun mænuvökva, heldur meiri frá blóði og síðan öðrum vefjum.Sé krufið fljótt eftir andlátið eða líkaminn kældur fljótt minnka líkurnar á falskt jákvæðri ræktun.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Sýnið, oftast vefjabitar, skal taka með dauðhreinsuðum áhöldum og setja í dauðhreinsuð ílát. Ekki skal nota sama áhaldið fyrir fleiri en einn sýnatökustað vegna hættu á krossmengun.
      Blóð er dregið í dauðhreinsaða sprautu og því sprautað í dauðhreinsuð ílát, eða það sent í sprautunni (nálin fjarlægð og settur í tappi). Einng má sprauta blóðinu í blóðræktunarflöskur. Mænuvökva er komið fyrir í dauðhreinsuðu glasi og sendur sem fyrst.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Ágætt er að bitar séu 0,5 til 1 cm í þvermál, ekki stærri. Gott er að fá 1 til 5 ml af blóði. Séu einnig notaðar blóðræktunarflöskur, eru settir 5 ml í hvora flösku, fyrst er sprautað í anaerob flöskuna.
      Ef ígerðir eða granuloma sjást skal taka sýni frá miðju og jaðri breytinganna.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Ef opna þarf líffæri, sem venjulega er örverufrítt til að taka sýni innan úr því er ráðlagt að þerra yfirborð líffærisins og sótthreinsa með joðefni (3). Við sýnatökuna sjálfa má áhaldið (hnífur, pinni ofl.) ekki komast í snertingu við joðefnið.
      Blóð má taka með húðástungu á subclavian æð (4) eða frá hægra atrium eftir að pericardium er opnað (3).

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Sýni skal senda sem fyrst á rannsóknastofuna, og alltaf innan sólahrings.
      Þurfi að geyma sýni er best að það sé í kæli, en undantekningar frá því eru eftirfarandi sýni sem skal geyma við stofuhita: (a) blóð, (b) mænuvökvi, (c) vefjabitar í svepparannsókn og (4) ástunga í augnkúlu.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn. Neikvæðum ræktunum er svarað út eftir 2 daga, jákvæð sýni gætu tekið lengri tíma. Blóðræktunarflöskur eru þó ræktaðar í 5 daga.
      Svepparannsókn. Neikvæðum ræktunum er svarað eftir 1 - 3 vikur, eftir því úr hvaða líffæri sýnið er tekið.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Niðurstöður skal túlka út frá tegund sýkils sem finnst, áhöldum og staðsetningu sýnatöku, tímalengd frá andláti að krufningu, sýklalyfjameðferð og niðurstöðum vefjameinafræðirannsóknar. Ræktist meinvaldandi bakteríur og sjáist íferð kleyfkjarna átfruma við vefjarannsókn bendir það til sýkingar.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Wasington D.C.
    3. Autopsy Pathology: A manual and atlas.Ritstj. Finkbeiner, Ursell, Davis. 2. útg. 2009, Saunders Elsevier, Philadelphia.
    4. Hove M, Pencil S. Effect of postmortem sampling technique on the clinical significance of autopsy blood cultures. Human Pathology 1998;29:137-9.
    5. Morris JA, Harrison LM, Partridge SM. Postmortem bacteriology: a re-evaluation. J Clin Pathol. 2006 Jan;59(1):1-9.

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/26/2011 hefur verið lesið 7638 sinnum