../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-340
Útg.dags.: 08/17/2022
Útgáfa: 10.0
2.02.16 Kynfæri - Leit að Mycoplasma hominis og Ureaplasma

Sýni eru send utan til rannsóknarstofu Volkmanns í Karlsruhe.
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna:
Leit að Mycoplasma hominis og Ureaplasma spp.
    Kynfæri kvenna - Leit að Mycoplasma hominis og Ureaplasma spp.
    Kynfæri karla - Leit að Mycoplasma hominis og Ureaplasma spp.
    Þvag - Leit að Mycoplasma hominis og Ureaplasma spp.

Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um sýkingu af völdum Mycoplasma hominis eða Ureaplasma spp. (Ureoplasma urealyticumeða Ureaplasma parvum).

    Mycoplasma hominis:
    M. hominis getur verið hluti af eðlilegri slímhúðarflóru þvag- og kynfæra bæði karla og kvenna (allt að 25-50% fullorðinna) en er ekki talin valda þvagrásarbólgu. Bakterían getur hins vegar stundum valdið bæði staðbundum og ífarandi sýkingum, sérstaklega hjá ónæmisbældum m.a. fyrirbyrum/léttburum, og eru þær helstu tilgreindar hér fyrir neðan.
    • Konur: Mycoplasma hominis er talin vera ein af þeim bakteríum sem bera ábyrgð á einkennum við skeiðarsýklun. Bakterían hefur ræktast frá sýktum eggjaleiðurum en hlutverk hennar í eggjaleiðara- og eggjastokkabólgu (pelvic inflammatory disease) er umdeilt. Bakterían hefur greinst í blóði kvenna með hita eftir fæðingar og fósturlát. Hún er talin geta átt þátt í fæðingum fyrir tímann.
    • Nýburar (sérstaklega fyrirburar/léttburar): Miðtaugakerfissýkingar, blóðsýkingar.
    • Ónæmisbæling / ónæmisgallar: Liðsýkingar, sárasýkingar, blóðsýkingar.
    • Sárasýkingar: Bakterían getur t.d. valdið skurðsárasýkingum, sérstaklega hefur því verið lýst eftir opnar hjartaaðgerðir.
    • Sýkingar í efri þvagfærum (nýrna- og nýrnaskjóðubólga)

    Ureaplasma urealyticumog Ureaplasma parvum:
    Ureaplasma spp. finnast sem hluti af eðlilegri slímhúðarflóru þvag- og kynfæra hjá allt að 75-80% fullorðinna kvenna og um þriðjungi karla. Ólíkt M. hominis eru taldar líkur á að Ureaplasma urealyticum , og hugsanlega líka U. parvum, geti valdið þvagrásarbólgu. Þær eru hins vegar ekki taldar valda sýkingum í efri þvagfærum. Helstu sýkingar af völdum Ureoplasma spp. eru tilgreindar hér fyrir neðan.
    • Konur: Þvagrásarbólga sem ekki er af völdum Chlamydia trachomatis, Neisseria gonorrhoeae eða Mycoplasma genitalium. Líkt og M. hominis hafa Ureaplasma spp. greinst í blóði kvenna með hita eftir fæðingar og fósturlát og eru mögulega taldar geta átt þátt í fæðingum fyrir tímann.
    • Karlar: Þvagrásarbólga sem ekki er af völdum Chlamydia trachomatis, Neisseria gonorrhoeae eða Mycoplasma genitalium. Ureaplasma spp. hafa greinst í sýktum eistalyppum og hugsanlega er orsakasamhengi í stökum tilfellum.
    • Nýburar (sérstaklega fyrirburar/léttburar): Lungnabólga, miðtaugakerfissýkingar, blóðsýkingar. Sýklun með Ureaplasma spp. hefur hugsanlega tengsl við langvinnan lungnasjúkdóm (bronchopulmonary dysplasia) hjá fyrirburum.
    • Ónæmisbæling / ónæmisgallar: Liðsýkingar, blóðsýkingar.
    • Sárasýkingar

    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Sýni eru send til rannsóknarstofu í Karlsruhe, Þýskalandi (MVZ Labor Volkmann), í leit að erfðaefni bakteríanna með PCR aðferð.

    Annars vegar er hægt að óska eftir leit að erfðaefni Mycoplasma hominis og hins vegar eftir leit að erfðaefni Ureaplasma spp. (Ureaplasma urealyticum/parvum).

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    Sýnið er sent utan og því er ekki mögulegt að gera viðbótarrannsóknir á því.

    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Strok frá slímhúðum má taka á bakteríuræktunarpinna.
      Vökvi er sendur í dauðhreinsuðum glösum með utanáskrúfuðu loki.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Unnt er að framkvæma rannsóknina á eftirfarandi sýnum:

      Mycoplasma hominis:
      • Þvag, 10 ml
      • Mænuvökvi, 1 ml
      • LIðvökvi
      • Kynfærastrok
      • Sárastrok
      • Sýni frá neðri öndunarvegum

      Ureaplasma urealyticum / parvum:
      • Þvag, 10 ml
      • Strok frá þvagrás
      • Sýni frá neðri öndunarvegum
      • Vessi frá blöðruhálskirtli
      • Sýni frá eistalyppum

      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Þvagi skal safnað í að minnsta kosti tvo tíma áður en þvagsýni er tekið. Fyrstu bunu þvags er safnað í dauðhreinsað ílát með utanáskrúfuðu loki.
      Aðra vökva skal einnig setja í dauðhreinað glas með utanáskrúfuðu loki.
      Strok frá leghálsi eða skeið er tekið með breiðum bakteríuræktunarpinna. Ef taka á þvagrásarstrok er betra að nota grannan pinna (eSwab bakteríuræktunarpinni með bláum tappa), sjá Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
      Frá öðrum stöðum er sýni tekið með bakteríuræktunarpinna.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Sýni verða að berast hið fyrsta, helst skal senda þau utan innan sólarhrings frá því að þau eru tekin. Sýni skal geyma í kæli þar til það er sent.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Svar er gefið út strax og svar hefur borist frá rannsóknarstofu Volkmann í Karlsruhe. Að jafnaði eru jákvæðar niðurstöður ekki hringdar, en það er metið í hverju tilfelli.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Sjá ábendingar að ofan.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology.
    2. Garcia LS og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.
    3. Heimasíða SSI
    4. Bennett JE, Dolin R, Blaser MJ, eds. Mandell, Douglas and Bennett's Principles and Practice of Infectious Diseases. 8th ed. Philadelphia, PA: Elsevier Saunders; 2015.

    Ritstjórn

    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/30/2010 hefur verið lesið 57419 sinnum