../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-130
Útg.dags.: 07/29/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Magnesíum
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Í líkamanum er um það bil 1 mol (25 g) af frumefninu magnesium. Helming þess er að finna í beinum, en hinn helmingurinn er aðallega inni í frumum. Magnesíum er því fyrst og fremts svokölluð innanfrumujón. Verulegar breytingar geta átt sér stað í heildarmagni magnesium í líkamanum án þess að þær endurspeglist í styrk þess í plasma. Magnesíum er mikilvægur kófaktor fyrir fjölda ensýma í efnaskiptum líkamans.
Magn magnesium í fæðu er afar breytilegt en um 30-40 % þess er frásogað þegar um 15 mmol er neytt á dag.Sé magnið minna frásogast hlutfallslega meira. Í plasma er 30-35% af magnesium bundið próteinum, helst albúmíni. Styrkur magnesium í plasma er breytist eftir sýru/basa jafnvægi á svipaðan hátt og kalíum. Við alkalósu flyst magnesíum inn í frumur og einnig þegar frumur taka upp glúkósa. Við acidosis fer magnesíum út úr frumum. Magnesíumstyrkur í blóði getur verið nokkru hærri fyrstu mánuði eftir fæðingu. Hjá konum er nokkur sveifla á P/S-Mg sem fylgir tíðahring og er þá hæst kringum blæðingar.
Magnesíum skilst fyrst og fremst út með þvagi. Við magnesíumskort eykst endurupptaka í píplum nýra þannig að 99% þess er tekið upp. Aukin virkni PTH eykur endurupptökuna á magnesium en hyperkalsemía, natriuresis og alkóhólneysla minnkar hana.
Mæling á magnesium byggir á hvarfi þess við xylidyl blue í alkalísku umhverfi og er ljógleypni mæld við 505/600 nm.

Helstu ábendingar: Grunur um magnesíumskort, vannæring, truflað frásog í meltingarvegi, langvarandi næring í æð, nýrnasjúkdómar, langvarandi niðurgangur, alkóhólismi, krampar og hjartsláttaróregla.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Geymist í 7 daga í kæli og eitt ár fryst við -20°C.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,71 - 0,94 mmol/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: sést við bráða og langvarandi nýrnabilun, acidosis, vanstarfsemi skjaldkirtils og adrenal insufficience, hyperparathyroidismi.
    Lækkun: sést í áfengissýki, skorpulifur, sykursýkisdá, hyperaldosteronismus, hyperparathyreoidismus, thyreotoxicosis, langvinnum nýrnasjúkdómum og við Mg-tap úr líkamanum vegna uppkasta, niðurgangs og langvarandi meðferðar með þvagræsilyfjum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1) Heimildir: Method Sheet Magnesíum, REF06407358 190, V15.0. Roche Diagnostics, 2019-03.
    2) Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 475-478.
    3) Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 303-305.
    4) Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders. 2012.
    5) P. Rustad, P. Felding, L. Franzson, V. Kairisto, A. Lahti, A. Mårtensson, P. Hyltoft Petersen, P. Simonsson, H. Steensland & A. Uldall. The Nordic Reference Interval Project 2000: recommended reference intervals for 25 common biochemical properties. Scand J Clin Lab Invest. 2004;64(4):271-84.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 3320 sinnum