../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-289
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Andróstendíon
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Andróstendíon er andrógen sterahormón. Hjá konum er andróstendíon myndað nokkurn veginn til jafns í nýrnahettum og eggjastokkum en hjá körlum myndast það fyrst og fremst í nýrnahettum en þó einnig í eistum í litlum mæli. Heiladingulshormón örva framleiðslu andróstendíons, ACTH örvar framleiðslu frá nýrnahettum en LH frá kynkirtlum. Andróstendíon sjálft er tiltölulega veikur andrógen (karlvirkur) steri en getur ummyndast í útvefjum, t.d. í húð og fituvef, í testósterón eða í estrógen. Andróstendíon gegnir ásamt öðrum nýrnahettuandrógenum (DHEA) hlutverki við adrenarche.
Helsu ábendingar:
Karlgerandi einkenni (hyperandrogenismi -hirsutism/virilization) hjá konum og börnum.
Grunur um fjölblöðrueggjastokka heilkenni (polycystic ovary syndrome - PCOS) þegar testósterón og testósterón/SHBG hlufall eru eðlileg.
Til að fylgja eftir sjúklingum sem eru á meðferð við meðfæddum nýrnahettuauka (congenital adrenal hyperplacia (CAH)).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.

Undirbúningur sjúklings: Dagsveifla er á styrk andróstendíons og almennt skal miða við að safna sýni að morgni.

Gerð og magn sýnis:.Sýni, 0,5 ml sermi, tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymsla: Sermi geymist í 7 daga í kæli og í 6 mánuð í frysti við -20°C.

Mæling gerð einu sinni í viku í Fossvogi

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Konur (nmó/L)Karlar (nmól/L)
Fyrirburar, 26-28 vikur (dagur 4)3,2-9,83,2-9,8
Fyrirburar, 31-35 vikur (dagur 4)2,8-15,62,8-15,6
Fullburar, 1-7 daga0,7-10,10,7-10,1
8-30 daga0,6-2,80,6-2,8
1-5 mánaða0,2-2,40,2-2,4
6-24 máðaða< 0,50,1-0,5
2-3 ára< 0,5< 0,4
4-5 ára0,1-0,70,1-0,6
6-7 ára0,1-1,0<1,0
8-9 ára0,1-1,50,1-1,0
10-11 ára0,3-4,30,2-1,4
12-13 ára0,8--6,00,3-2,2
14-15 ára1,4-7,00,6-3,3
16-17 ára1,2-7,41,0-3,9
18-39 ára0,9-7,51,2-4,7
40 ára og eldri0,5-2,90,8-3,1
Fyrir tíðahvörf0,9-7,5á ekki við
Eftir tíðahvörf0,5-2,9á ekki við
Tanner stig I0,2-1,80,1-1,1
Tanner stig II0,5-4,80,3-1,7
Tanner stig III1,3-7,80,5-3,0
Tanner stig VI1,2-7,20,9-3,7
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður

    Túlkun

    Niðurstöður andróstendíon mælinga eru oftast túlkaðar í samhengi við aðrar hormónamælingar.

    Hækkun:
    Vægar andróstendíon hækkanir sjást gjarnan hjá konum með PCOS. Hækkanir sjást líka við non-classic CAH og við Cushings heilkenni.

    Mikið hækkuð andróstendíon gildi geta sést við andrógen myndandi æxli í nýrnahettum. Mikil hækkun getur líka sést við ACTH framleiðandi æxli og við classic CAH (algeran 21-hydroxylasa skort.)

    Við uppvinnslu hyperandrogenisma hjá konum og börnum eru yfirleitt gerðar mælingar á testósteróni ásamt SHBG og DHEAS til viðbótar við andróstendíon. Mynstur í hækkunum þessara hormóna getur hjálpað til við að staðsetja uppruna aukinnar hormónamyndunarinnar. Hækkun á testósteróni ásamt hækkunum á DHEAS og andróstendíon bendir til uppruna í nýrnahettum en hækkun á testósteróni ásamt hækkun á andróstendíoni (en ekki DHEAS) bendir til uppruna í eggjastokkum.

    Við meðferðareftirlit við CAH vegna 21-hydroxylasaskorts er andróstendíon stundum notuð sem viðbótarmæling við 17-hydroxy prógesterón.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    Clinical Biochemistry, 3rd edition. Gaw et al.Churchill Livingstone, 2001.
    Kushnir et al. Liquid Chromatography-Tandem Mass Spectrophotometry Assay for Androstenedione, Dehydroepiandrosterone, and Testosterone with Pediatric and Adult Reference Intervals. Clinical Chemistry 56:7, 1138-1147, 2010.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 01/04/2019 hefur verið lesið 1880 sinnum