Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Andróstendíon er andrógen sterahormón. Hjá konum er andróstendíon myndað nokkurn veginn til jafns í nýrnahettum og eggjastokkum en hjá körlum myndast það fyrst og fremst í nýrnahettum en þó einnig í eistum í litlum mæli. Heiladingulshormón örva framleiðslu andróstendíons, ACTH örvar framleiðslu frá nýrnahettum en LH frá kynkirtlum. Andróstendíon sjálft er tiltölulega veikur andrógen (karlvirkur) steri en getur ummyndast í útvefjum, t.d. í húð og fituvef, í testósterón eða í estrógen. Andróstendíon gegnir ásamt öðrum nýrnahettuandrógenum (DHEA) hlutverki við adrenarche.
Helsu ábendingar:
Karlgerandi einkenni (hyperandrogenismi -hirsutism/virilization) hjá konum og börnum.
Grunur um fjölblöðrueggjastokka heilkenni (polycystic ovary syndrome - PCOS) þegar testósterón og testósterón/SHBG hlufall eru eðlileg.
Til að fylgja eftir sjúklingum sem eru á meðferð við meðfæddum nýrnahettuauka (congenital adrenal hyperplacia (CAH)).
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Dagsveifla er á styrk andróstendíons og almennt skal miða við að safna sýni að morgni.
Gerð og magn sýnis:.Sýni, 0,5 ml sermi, tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Sermi geymist í 7 daga í kæli og í 6 mánuð í frysti við -20°C.
Mæling gerð einu sinni í viku í Fossvogi
Viðmiðunarmörk
| Konur (nmó/L) | Karlar (nmól/L) |
Fyrirburar, 26-28 vikur (dagur 4) | 3,2-9,8 | 3,2-9,8 |
Fyrirburar, 31-35 vikur (dagur 4) | 2,8-15,6 | 2,8-15,6 |
Fullburar, 1-7 daga | 0,7-10,1 | 0,7-10,1 |
8-30 daga | 0,6-2,8 | 0,6-2,8 |
1-5 mánaða | 0,2-2,4 | 0,2-2,4 |
6-24 máðaða | < 0,5 | 0,1-0,5 |
2-3 ára | < 0,5 | < 0,4 |
4-5 ára | 0,1-0,7 | 0,1-0,6 |
6-7 ára | 0,1-1,0 | <1,0 |
8-9 ára | 0,1-1,5 | 0,1-1,0 |
10-11 ára | 0,3-4,3 | 0,2-1,4 |
12-13 ára | 0,8--6,0 | 0,3-2,2 |
14-15 ára | 1,4-7,0 | 0,6-3,3 |
16-17 ára | 1,2-7,4 | 1,0-3,9 |
18-39 ára | 0,9-7,5 | 1,2-4,7 |
40 ára og eldri | 0,5-2,9 | 0,8-3,1 |
Fyrir tíðahvörf | 0,9-7,5 | á ekki við |
Eftir tíðahvörf | 0,5-2,9 | á ekki við |
Tanner stig I | 0,2-1,8 | 0,1-1,1 |
Tanner stig II | 0,5-4,8 | 0,3-1,7 |
Tanner stig III | 1,3-7,8 | 0,5-3,0 |
Tanner stig VI | 1,2-7,2 | 0,9-3,7 |
Niðurstöður
Túlkun
Niðurstöður andróstendíon mælinga eru oftast túlkaðar í samhengi við aðrar hormónamælingar.
Hækkun:
Vægar andróstendíon hækkanir sjást gjarnan hjá konum með PCOS. Hækkanir sjást líka við non-classic CAH og við Cushings heilkenni.
Mikið hækkuð andróstendíon gildi geta sést við andrógen myndandi æxli í nýrnahettum. Mikil hækkun getur líka sést við ACTH framleiðandi æxli og við classic CAH (algeran 21-hydroxylasa skort.)
Við uppvinnslu hyperandrogenisma hjá konum og börnum eru yfirleitt gerðar mælingar á testósteróni ásamt SHBG og DHEAS til viðbótar við andróstendíon. Mynstur í hækkunum þessara hormóna getur hjálpað til við að staðsetja uppruna aukinnar hormónamyndunarinnar. Hækkun á testósteróni ásamt hækkunum á DHEAS og andróstendíon bendir til uppruna í nýrnahettum en hækkun á testósteróni ásamt hækkun á andróstendíoni (en ekki DHEAS) bendir til uppruna í eggjastokkum.
Við meðferðareftirlit við CAH vegna 21-hydroxylasaskorts er andróstendíon stundum notuð sem viðbótarmæling við 17-hydroxy prógesterón.
Heimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
Clinical Biochemistry, 3rd edition. Gaw et al.Churchill Livingstone, 2001.
Kushnir et al. Liquid Chromatography-Tandem Mass Spectrophotometry Assay for Androstenedione, Dehydroepiandrosterone, and Testosterone with Pediatric and Adult Reference Intervals. Clinical Chemistry 56:7, 1138-1147, 2010.