../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-155
Útg.dags.: 10/02/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 PSA
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: : Prostata sértækt antigen (PSA) er prótein með sameindarþunga um 34 kD og er próteinkljúfandi ensým af flokki kallikrein-líkra serín próteinasa. Hlutverk þess er að kljúfa eða brjóta upp sega (coagel), sem myndast í sæðisvökva. Próteinið er nær eingöngu myndað í blöðruhálskirtilsfrumum og kirtilþekju, en brjóstavefur getur einnig losað PSA í örlitlu magni. PSA styrkur er hár í vef blöðruhálskirtils, í sæðisblöðrum og í sæði. Í plasma er stærstur hluti PSA bundinn við proteasa inhibitora, fyrst og fremst alfa-1-antichymotrypsín (80-85%) og alfa-1-antitrypsín, sem og alfa-2-macroglobulin. Hjá heilbrigðum er 10-30% af PSA í plasma frítt eða ekki bundinn proteasa inhibitorum. Helmingunartími frís PSA í plasma er stuttur eða um 1,5 klst.
Mælingar á heildarmagni PSA í plasma/sermi ná til alls frís PSA og þess sem er bundið alfa-1-antichymotrypsíni, en ekki þess PSA sem er bundið alfa-2-macroglóbúlíni. Hægt að mæla fría hlutann eingöngu og eru niðurstöður þeirrar mælingar metnar með hliðsjón af mældu heildarmagni PSA. Hjá karlmönnum með blöðruhálskirtilskrabbamein er hlutfall frís PSA og heildar-PSA lækkað miðað við það sem er hjá heilbrigðum karlmönnum og þeim sem hafa ofvöxt blöðruhálskirtils. Ekki eru til viðmiðunarmörk fyrir hlutfall frís PSA/heildar PSA, en kvóti sem er < 0,18 eykur líkurnar á að um blöðruhálskirtilskrabbamein sé að ræða.
PSA er innan við 1-2 µg/ml hjá konum og körlum innan 40 ára aldurs en fer lítillega hækkandi með aldri hjá körlum.
PSA mæling er mikilvæg rannsókn við greiningu og eftirfylgni blöðruhálskirltilskrabbameins. Mikið hefur verið rætt um almenna skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini með PSA-mælingum en af ýmsum ástæðum hefur slík skimun ekki verið talin réttlætanleg.
PSA mælingin er gerð með electrochemiluminiscence immunoassay með hvarfefnum (einstofna mótefnum) frá Roche Diagnostics.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers). Við mælinguna eru notuð tvö einstofna mótefni, þ.e. biotín-merkt PSA-sértækt mótefni og ruthenium-merkt PSA sértækt mótefni. Þessi tvö einstofna mótefni, sem notuð eru við heildar PSA mælinguna, þekkja jafnt (equimolar) frítt og bundið PSA þegar hlutfall frís PSA/heildar PSA er á bilinu 10-50%.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:Plasma 0,5 ml.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Sýni geymist 5 daga í kæli og 6 mánuði í frysti.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Karlar <40 ára
< 1,3 µg/L
" 41 -50 "
<2,0 µg/L
" 51 -60 "
< 3,0 µg/L
" 61 - 70 "
< 4,0 µg/L
" > 70 "
< 4,5 µg/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: PSA styrkur er hækkaður í plasma hjá um 80% sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein, en hafa skal í huga að sjúklingar með ofvöxt í kirtlinum eða bólgur eru einnig með hækkun. PSA hækkanir, sem eru meiri en 10-12 µg/L, benda til krabbameins.

    PSA mælingar eru mikið notaðar til að meta árangur meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini.
    Sjúklingar sem fá háa biotin-vítamína skammta (>5 mg/dag) verða að láta a.m.k. 8 klst. líða frá bíótín inntöku þar til sýni er tekið að öðrum kosti má búast við falskri hækkun.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Method Sheet, Total PSA. REF04641655 190, V13.0. Roche Diagnostics, 2019-06.
    2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 588-89.
    3. Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 358-359.
    4. Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.




        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Ísleifur Ólafsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2361 sinnum