../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-543
Útg.dags.: 03/10/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 C-peptíđ
Hide details for AlmenntAlmennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar: Viđ insúlínmyndun úr próinsúlíni, verđur jafnframt til C-peptíđ. Jafn mikiđ myndast af insúlini og C-peptíđi. Í blóđi hefur C-peptíđ lengri helmingunartíma og er stöđugra en insúlin og ţví er mćling á styrk C-peptíđs í blóđi í raun betri mćlikvarđi á framleiđslugetu briskirtilsins á insúlíni heldur en mćling á sjálfu insúlín hormóninu. Ţar ađ auki truflast C-peptíđ mćlingin ekki af insúlín-mótefnum séu ţau til stađar.
Helstu ábendingar:
C-peptíđ mćlingar er hćgt nota til ađ meta framleiđsugetu briskirtils á insúlíni.
Viđ óútskýrđa blóđsykurlćkkun getur C-peptíđ greint á milli ţess hvort orsökin sé utanađkomandi insúlín (factitious hypoglycemia) eđa hvort um sé ađ rćđa of mikla insúlín framleiđslu í líkamanum t.d. vegna insúlín framleiđandi ćxlis (insulinoma).
C-peptíđ mćlingar er hćgt ađ notađ til ađ meta árangur af β-frumu ígrćđslu og viđ eftirfylgni eftir brisnám.
Hide details for MćliađferđMćliađferđ
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mćlitćki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.
Undirbúningur sjúklings: Venjulega er miđađ viđ ađ sjúklingur sé fastandi. Stundum eru sýni tekin í tengslum viđ örvunar- og bćlipróf.
Gerđ og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekiđ í serum glas međ rauđum tappa međ geli (gul miđja). Litakóđi samkvćmt Greiner.

Skilja strax niđur og frysta.

Mćling gerđ einu sinni í viku.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
0,37-1,47 nmol/L.
  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
  Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdiđ truflun, falskri lćkkun, í ađferđinni sem veriđ er ađ nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) ţurfa ađ líđa a.m.k. 8 klst frá síđasta bíótín skammti ţar til blóđsýni er tekiđ. Ţađ sama gildir um fjölvítamín og bćtiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bćtiefni fyrir hár, húđ og neglur innihalda oft mikiđ bíótín).

  Túlkun
  Hćkkun: Hár C-peptíđ styrkur í blóđi bendir yfirleitt til ţess ađ styrkur insúlíns sé líka hár. Orsakirnar hćkkunar C-peptíđs geta veriđ insúlín viđnám og insúlínframleiđandi ćxli (insulinoma). C-peptíđ hćkkanir geta líka sést viđ nýrnabilun og offitu..
  Lćkkun: Sykursýki 1. Blóđsykurlćkkun framkölluđ međ utanađkomandi insúlíni (factitious hypoglycemia) en ţá er C-peptíđ lćkkađ en insúlín hćkkađ. Eftir brottnám briskirtils međ skurđađgerđ.
  Hide details for HeimildirHeimildir
  Upplýsingableđill C-peptide, Cobas, Roche. 2022-01, V 12.0.
  Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2018.

    Ritstjórn

    Árný Skúladóttir
    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Ţorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guđmundur Sigţórsson

    Samţykkjendur

    Ábyrgđarmađur

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesiđ ţann 11/13/2017 hefur veriđ lesiđ 3445 sinnum