../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-543
Útg.dags.: 03/10/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 C-peptíð
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Við insúlínmyndun úr próinsúlíni, verður jafnframt til C-peptíð. Jafn mikið myndast af insúlini og C-peptíði. Í blóði hefur C-peptíð lengri helmingunartíma og er stöðugra en insúlin og því er mæling á styrk C-peptíðs í blóði í raun betri mælikvarði á framleiðslugetu briskirtilsins á insúlíni heldur en mæling á sjálfu insúlín hormóninu. Þar að auki truflast C-peptíð mælingin ekki af insúlín-mótefnum séu þau til staðar.
Helstu ábendingar:
C-peptíð mælingar er hægt nota til að meta framleiðsugetu briskirtils á insúlíni.
Við óútskýrða blóðsykurlækkun getur C-peptíð greint á milli þess hvort orsökin sé utanaðkomandi insúlín (factitious hypoglycemia) eða hvort um sé að ræða of mikla insúlín framleiðslu í líkamanum t.d. vegna insúlín framleiðandi æxlis (insulinoma).
C-peptíð mælingar er hægt að notað til að meta árangur af β-frumu ígræðslu og við eftirfylgni eftir brisnám.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Venjulega er miðað við að sjúklingur sé fastandi. Stundum eru sýni tekin í tengslum við örvunar- og bælipróf.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner.

Skilja strax niður og frysta.

Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,37-1,47 nmol/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Hár C-peptíð styrkur í blóði bendir yfirleitt til þess að styrkur insúlíns sé líka hár. Orsakirnar hækkunar C-peptíðs geta verið insúlín viðnám og insúlínframleiðandi æxli (insulinoma). C-peptíð hækkanir geta líka sést við nýrnabilun og offitu..
    Lækkun: Sykursýki 1. Blóðsykurlækkun framkölluð með utanaðkomandi insúlíni (factitious hypoglycemia) en þá er C-peptíð lækkað en insúlín hækkað. Eftir brottnám briskirtils með skurðaðgerð.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill C-peptide, Cobas, Roche. 2022-01, V 12.0.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2018.

        Ritstjórn

        Árný Skúladóttir
        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Fjóla Margrét Óskarsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 11/13/2017 hefur verið lesið 4217 sinnum