../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-098
Útg.dags.: 05/21/2024
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Kalíum í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Mæling á sólarhringsútskilnaði á kalíum í þvagi er notuð til að rannsaka kalíumjafnvægi líkamans. Þvagútskilnaður kalíum endurspeglar fyrst og fremst heildarinntöku þess en sólarhringsútskilnaður er yfirleitt um það bil 90% af sólarhringsinntöku. Afgangurinn skilst að mestu út með hægðum. Útskilnaður kalíums er mun minni um nætur eða um það bil 1/5 af útskilnaði yfir daginn.
Rannsóknin er stundum notuð með mælingu á sólarhringsútskilnaði natríum í þvagi þegar meta á saltjafnvægi við meðferð með þvagræsilyfum.
Mælingin er gerð með jónasértækum rafskautum (ionspecific electrodes, ISE).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sólarhringsþvag: Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt leiðbeiningum rannsóknastofunnar. Magn mælt og 5 - 10 ml sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn.
Geymist 2 v í kæli.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð alla daga vikunnar.


Spot þvag.
5-10 ml af þvagi
Geymist 2 v í kæli
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Sólarhringsþvag:
25 - 125 mmol/24 klst. Er mjög háð kalíuminntöku.

Spot þvag:
Engin sérstök viðmiðunarmörk
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Aukinn útskilnaður sést þegar kalíum hækkar í plasma vegna tilfærslu frá frumum, svo sem við acidosis og hemolysis. Einnig við sjúkdóma í píplum nýrna og við langvinnan glomerulonephritis (salt - losing nephritis). Aukinn útskilnaður sést einnig við meðferð með þvagræsilyfjum, osmotiska diuresis og aukna myndun (eða gjöf) kortisóls og aldósteróns.
Lækkun: Minnkaður úrskilnaður sést þegar plasma kalíum lækkar vegna tilfærslu á kalíum inn í frumur. Við lága neyslu kalíum (kalíumskortur í fæðu) getur útskilnaður verið aðeins 5 - 20 mmol á sólarhring.
Hide details for HeimildirHeimildir
Method Sheet ISE indirect Na-K-Cl, 2022-12, V9.0. Roche Diagnostics, 2022
Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 69-79.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3035 sinnum