../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-048
Útg.dags.: 05/21/2024
Útgáfa: 1.0
2.02.04 Mælingar á komplimentþáttum

Komplimentkerfið virkjast á þrennan hátt. I. Klassíski ferillinn virkjast af frumubundnum mótefnum eða mótefnafléttum af IgG (IgG3 > IgG1 > IgG2) eða IgM gerð. II. Styttri ferilinn (alternative pathway (AP)) virkjast án mótefna m.a. af endotoxinum og vissum örverum. III. Lektín ferillinn hefst með bindingu mannose binding lectin (MBL) eða fíkólína við sykrur sem eru á yfirborði sýkla eða mótefnaflétta.

Klassíski og styttri ferillinn koma saman þegar komplimentþáttur C3 virkjast. Klíniskt gildi komplimentmælinga er aðallega bundið lækkuðum gildum, sem má rekja annars vegar til aukins umbrots (consumption) við ýmsa sjúkdóma og hins vegar til meðfædds skorts vegna erfðagalla en það er mun sjaldgæfara. Enn fremur eru sumir umbrotsþættir (einkum C3d) mældir til að meta virkni komplimentkerfisins.

Óeðlilega mikil komplimentvirkni getur átt sér stað án þess að það komi fram í mælingum þar sem nýmyndun komplimentþátta er einnig aukin. Lækkun á C4 er næmari vísbending en lækkun á C3 um ræsingu klassíska ferilsins, en hvorugt er mjög næmt. Mælingar á CH50, C3, C3d og Faktor B eru í flestum tilfellum nægjanlegar til þess að meta ástand komplimentkerfisins í sjúklingum.

    Hide details for Heildarvirkni klassíska ferilsins (CH50)Heildarvirkni klassíska ferilsins (CH50)

    Pöntun: Gegnum beiðni: Heildarvirkni klassíska ferilsins (CH50) eða rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábendingar: Prófið skimar fyrir lækkun á CH50 (< 66%). Lækkun þýðir mögulegur skortur eða bilun á komplimentþætti, sérstaklega í fyrri hluta ferilsins (C1q, C2 og að hluta C3 og C4). Prófið segir ekki eins mikið til um seinni hluta ferilsins (C5–C9), þar sem um verulegan skort þarf að vera að ræða til að valda lækkun á þessu prófi. Helstu ábendingar eru því grunur um skort eða bilun á einhverjum komplimentþætti, sjálfsofnæmi (t.d SLE, membranoproliferative glomerulonephritis og myasthenia gravis), smitsjúkdómar (t.d post-streptococcal glomerulonephritis) ásamt DIC, paroxismal cold hemoglobinuria og líffærahöfnun.
    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Ef að CH50 reynist lækkað ber að láta mæla C3 og C4 á því sýni. Ef C3 og/eða C4 er líka lækkað er ráðlagt að mæla CH50, C3 og C4 á nýju sýni eftir 3 vikur. Ef staðfest er að CH50 ásamt C3 og/eða C4 er lækkað þá er ráðlagt að mæla C2, Clq og C1INH. Ef C2 er lækkað þá er hugsanlega um C2 skort að ræða (sjá ábendingar við C2 lýsingar). Lækkað C2 samfara lækkun á C4 og C1INH eru vísbending um heriditary angiodemia (HAE). Ef C2 reynist eðlilegt þá ber að skoða C1q til að útiloka C1q skort. Ef C2 er eðlilegt samfara eðlilegu Clq og C1INH ásamt lækkuðu C3 ber að mæla AP og þá mæla Faktor H, Faktor I, C3d, Faktor B, Faktor D (sjá ábendingar við AP lýsingu).
    Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

    Sýnið þarf að berast samdægurs á ónæmisfræðideild, helst sem fyrst eftir blóðtöku. Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda frosið síðar.
    Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
    Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

    Mæliaðferð: Enzyme immunoassy (EIA).
    Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab.
    Svartími: Mælingar eru gerðar einu sinni í viku.
    Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi eru 66–113%

      Hide details for Heildarvirkni styttri ferilsins (AP)
Heildarvirkni styttri ferilsins (AP)

      Pöntun: Gegnum beiðni: Heildarvirkni styttri ferilsins (AP) eða rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábendingar: Prófið skimar fyrir lækkun á AP (<30%). Ef AP mæling reynist lækkuð ber að endurtaka á nýju sýni. Lækkun gæti þýtt að AP ræsing hefur átt sér stað sem hefur sterka tengingu við skertar ónæmisvarnir og er einnig áberandi við nokkra sjúkdóma eins og membranoproliferative glomerulonephritis, paroxismal nocturnal hemoglobinuria og við endotoxemíu. Lækkað AP gæti líka verið vísbending um skort á C3, C5, C6. C7, C8 eða C9 (ásamt sögu um endurteknar neisserial sýkingar). Ráðlagt er að mæla CH50 og C3 reynist AP lækkað. Eðlilegt CH50 og C3 samfara AP lækkun er vísbending um mögulegan skort á Próperdin eða Faktor B. Lækkun á CH50 og /eða C3 samfara AP lækkun hefur tengsl við skort á Faktor H (neisserial sýkingar, HUS) eða Faktor I (heilahimnubólgur, sýkingar hjúpbaktería). Ráðlagt er að mæla CH50 og C3 reynist AP lækkað.
      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

      Hide details for Mannan binding lectin (MBL)Mannan binding lectin (MBL)
      Pöntun: Gegnum beiðni: Mannan binding lectin (MBL) eða rafrænt beiðna- og svarakerfi:Cyberlab
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending: Prófið skimar fyrir skorti á MBL (≤ 50 ng/ml) sem er tiltölulega algengur (12% af Caucasians). Talið er að 30–40% sjúklinga með tíðar efri loftvegasýkingar skorti MBL. Lágt MBL (<500 ng/ml) veldur yfirleitt ekki óeðlilegum sýkingum nema það fari saman með einhverjum öðrum ónæmisgalla. Þannig hafa rannsóknir hér á landi sýnt að börnum er hættara við að fá eyrnabólgur (otitis media) ef þau skortir MBL samfara því að hafa lágt IgA. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að sjúklingar sem þurfa að taka sterk ónæmisbælandi lyf, til dæmis vegna vefjaígræðslu eða SLE, fá fremur alvarlegar sýkingar ef MBL þéttni í sermi ≤ 500 ng/ml.
      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Sýnið er skilið strax eftir storknun. Ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið. Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu. Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Mæliaðferð: ELISA.
      Niðurstöður: Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab.
      Svartími: Mælingar eru gerðar tvisvar í mánuði.
      Viðmiðunargildi: ≤ 50 ng/ml

      Hide details for C1 esterase inhibitorC1 esterase inhibitor
      Heiti rannsóknar: C1 esterase inhibitor (C1-INH) (magn)
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending: Prófið skimar fyrir lækkun á magni C1-INH. Sé það lækkað er það vísbending um að ræsing á klassíska ferlinum sé óheft eins og á sér stað í sjúkdómnum hereditary angioedema (HAE) þannig að bólgupeptíðið C5a losnar í miklu magni og valda bólgumyndun. Í 85% tilfella stafar HAE af of lítilli C1-INH framleiðslu (magni) og skertri virkni C1–INH en í 15% tilfella er um að ræða óvirkan C1–INH þó svo magnið sé eðlilegt. Þar af leiðandi er ráðlagt að láta mæla líka virkni C1-INH (sjá neðar). Til er áunnið form af angioneuretic edema þar sem C1–INH er ekki til staðar sökum þess að sjúklingarnir framleiða sameindir sem valda stöðugri ræsingu á C1 þannig að líkaminn nær ekki að nýmynda C1-INH í nægilegu magni. Í slíkum tilvikum er venjulega um undirliggjandi B-frumu lymphoma eða sjálfsofnæmissjúkdóm (SLE) að ræða.

      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Sýnið er skilið strax eftir storknun. Ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið. Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu. Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna


      Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
      Viðmiðunargildi: 16-33 mg/dl
      Svartími: Sýni eru send út til mælingar einu sinni í viku.

      Hide details for C1 esterase inhibitor (virknipróf)C1 esterase inhibitor (virknipróf)
      Heiti rannsóknar: C1 esterase inhibitor (C1-INH) (virknipróf)
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending: virkni C1-INH lækkuð er það vísbending um að ræsing á klassíska ferlinum sé óheft eins og á sér stað í sjúkdómnum hereditary angioedema (HAE) þannig að bólgupeptíðið C5a losnar í miklu magni og veldur bólgumyndun. Í 85% tilfella stafar HAE af of lítilli C1-INH framleiðslu (magni) og skertri virkni C1–INH en í 15% tilfella er um að ræða óvirkan C1–INH þó svo magnið sé eðlilegt. Þar af leiðandi er ráðlagt að láta mæla líka magn C1-INH (sjá ofar). Til er áunnið form af angioneuretic edema þar sem C1–INH er ekki til staðar sökum þess að sjúklingarnir framleiða sameindir sem valda stöðugri ræsingu á C1 þannig að líkaminn nær ekki að nýmynda C1-INH í nægilegu magni. Í slíkum tilvikum er venjulega um undirliggjandi B-frumu lymphoma eða sjálfsofnæmissjúkdóm (SLE) að ræða.

      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir citrat plasma (storkupróf)

      Sýnið þarf helst að berast á ónæmisfræðideild innan 4 klst frá blóðtöku. Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta plasmað (-20°C) og senda frosið síðar.

      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
      Viðmiðunargildi: 70-130 %
      Svartími: Sýni eru send út til mælingar einu sinni í viku.

    Heiti rannsóknar: C1q
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending: Prófið skimar fyrir lækkuðu C1q gildi. Ræsing klassíska ferilsins hefst þegar C1q binst Fc hluta mótefnis (IgG eða IgM á yfirborði t.d. bakteríu eða í mótefnafléttu). Tvær tegundir af meðfæddum (autosomal recessive) C1q skorti eru þekktar. Í 60% tilfella er um að ræða verulega skerta framleiðslu á C1q (með eðlilega virkni) en í 40% tilfella er um að ræða óvirkar C1q sameindir þrátt fyrir eðlilega framleiðslu. Einstaklingar með C1q fá nær allir fléttusjúkdóma (SLE, glomerulonephritis og vasculitis) vegna þess að eitt helsta hlutverk klassíska ferilsins er hreinsun á mótefnafléttum. Einnig ber nokkuð á slæmum húðsýkingum hjá þessum einstaklingum. Angioneuretic edema sem afleiðing af SLE eða lymphoproliferatifum sjúkdóm hefur í för með sér mikla lækkun á C1q. Erfðabundna formið (HAE) hefur ekki í för með sér lækkun á C1q nema þegar sjúkdómurinn er virkur.

      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Sýnið er skilið strax eftir storknun. Ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið. Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.
      Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
      Viðmiðunargildi: 13-32 mg/dl
      Svartími: Sýni eru send út til mælingar einu sinni í viku.

      Hide details for C2C2
      Heiti rannsóknar: C2
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending: C2 skortur er algengasti þekkti arfhreini komplimentgallinn (algengi um 1/10.000 til 1/30.000). Þar sem klassíski ferillinn hefur með hreinsun mótefnaflétta að gera fylgja C2 skorti gjarnan fléttusjúkdómar (t.d. SLE, vasculitis eða glomerulonephritis). Þriðjungur sjúklinga er aftur á móti einkennalaus þar sem C4b getur hjálpað til við hreinsun mótefnaflétta með því að bindast CR2. Einnig hafa nýlegar rannsóknir bent til þess að faktor B geti að hluta komið í stað C2 þar sem um mjög skyldar sameindir er að ræða.

      Mögulegar viðbótarrannsóknir: Lækkað C2 samfara lækkun á C4 og C1-INH eru vísbending um heriditary angiodemia (HAE). Ef C2 reynist eðlilegt þá ber að skoða C1q til að útiloka C1q skort. Ef C2 er eðlilegt samfara eðlilegu Clq og C1INH ásamt lækkuðu C3 ber að mæla AP og þá mæla Faktor H, Faktor I, C3d, Faktor B, Faktor D (sjá ábendingar við AP lýsingu).

      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Sýnið er skilið strax eftir storknun. Ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið. Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.
      Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
      Viðmiðunargildi: 80-120%
      Svartími: Sýni eru send út til mælingar einu sinni í viku.

      Hide details for C3dC3d
      Heiti rannsóknar: C3d
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending: Prófið skimar fyrir hækkun á C3d sem þýðir að komplímentræsing er í fullum gangi. Magn komplimentpróteina lækkar ekki alltaf þegar um ræsingu er að ræða vegna þess að aukin nýmyndun vegur fyllilega upp á móti aukinni notkun. Mæling á svokölluðum "complement split products" (til dæmis C3d) gefur því betri mynd af því hvort komplimentræsing hafi átt sér stað eða ekki. Gigtarsjúkdómar/sjálfsofnæmissjúkdómar. Sjúkdómshorfur og virkni RA.
      Sýnataka - Blóðtökuglas fyrir EDTA plasma

      Sýnið þarf helst að berast á ónæmisfræðideild innan 4 klst frá blóðtöku. Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta plasmað (-20°C) og senda frosið síðar.

      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
      Viðmiðunargildi: < 5,3 mg/L
      Svartími: Sýni eru send út til mælingar aðra hverja viku

    Heiti rannsóknar: C3 og C4
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending: Þar sem C3 og C4 eru "acute-phase" prótein á sér stað aukin nýmyndun þeirra í bráðu bólgusvari. Við sjálfsofnæmissjúkdóma getur sést hækkun á komplimentgildum í bráðafasa sjúkdómsins, en þegar frá líður verður lækkun á gildum. Skortur á C4 hefur sterk tengsl við SLE og aðra fléttusjúkdóma (immune complex diseases) en skortur á C3 hefur aftur á móti einkum tengsl við sýkingar. Við fléttusjúkdóma eins og SLE, RA eða glomerulonephritis á sér stað ræsing á klassíska ferlinum með lækkun á C4 og C3. C4 gildi lækka yfirleitt fyrst en C3 fylgir í kjölfarið (mest áberandi í SLE). Endurteknar mælingar á C3 og C4 geta verið gagnlegar til að fylgjast með sjúkdómsvirkni hjá einstaklingum með SLE (C3 og/eða C4 lækka nær alltaf ef um nephritis er að ræða), æðabólgusjúkdóma (vasculitis) og glomerulonephritis. Komplimentþáttur C3 lækkar við sjúkdóma sem hafa í för með sér ræsingu á styttri ferlinum (AP), t.d. membranoproliferative glomerulonephritis (C3 nephritic factor) og paroxysmal nocturnal hemoglobinuria, en C4 gildi eru eðlileg (C4 er hluti klassíska ferilsins). Sumir sjúkdómar hafa í för með sér ræsingu á báðum ferlunum (t.d. gram–negative bacteremia) og er þá bæði um lækkun á C3 og C4 að ræða ásamt lækkun á faktor B. Hjá einstaklingum með HAE (skortur á C1–INH) á sér stað lækkun á C4, jafnvel þótt viðkomandi sjúklingur sé einkennalaus. Þegar einkenni sjúkdómsins gera vart við sig er C4 vart mælanlegt en C3 gildi er alltaf eðlilegt. Í iktsýki (RA) er C3 ýmist eðlilegt eða lækkað, en C4 venjulega eðlilegt. Í mixed cryoglobulinemia er C3 eðlilegt eða lækkað og C4 lækkað.

      Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Sýnið er skilið strax eftir storknun. Ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið. Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.
      Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Mæliaðferð: Rate nephelometry.
      Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
      Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir C3 eru 0,74–1,38 g/l. Eðlileg gildi fyrir C4 eru 0,14–0,37 g/l.
      Svartími: Mælingar eru gerðar tvisvar í viku.

    Heiti rannsóknar: Factor B
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
        Ábending:
        Lækkun á faktor B (C3 activator, proberidinfactor B) á sér venjulega stað í sjúkdómum sem hafa í för með sér ræsingu á styttri ferlinum (AP). Til eru einstaklingar sem mynda mótefni "C3 nephritic factor" sem auka stöðugleika C3 convertasa (C3bBb). Slík mótefni geta fundist í sjúklingum með membranoproliferative glomerulonephritis, SLE, partial lipodystrophy, eða hemolytic uremic syndrome. Hjá þessum sjúklingum mælist mikil lækkun á C3 en ekki nema miðlungs lækkun á faktor B. Ástæðan er sú að líkaminn dregur úr myndun C3 við stöðuga ræsingu á AP. Einstaklingar með meðfæddan skort á C3b inactivator hafa einnig mjög lág gildi á C3 og lækkun á faktor B. Ef faktor H eða I eru ekki til staðar reynist faktor B alltaf lækkaður. Ef um mikla ræsingu á CH50 er að ræða getur C3b sem þá myndast bundist faktor B og þar með ræst AP" positive feedback loop". Við slíkar aðstæður getur komið fram lækkun á faktor B við primer ræsingu á CH50.

        Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Sýnið er skilið strax eftir storknun. Ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið. Þess er gætt að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.
        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.
        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Niðurstöður: Skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
        Viðmiðunargildi: 23,4-53,3 mg/dl
        Svartími: Sýni eru send út til mælingar einu sinni í viku.


      Ritstjórn

      Helga Bjarnadóttir
      Anna Guðrún Viðarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Anna Guðrún Viðarsdóttir

      Útgefandi

      Helga Bjarnadóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 10/27/2011 hefur verið lesið 218 sinnum