../ IS
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-048
Útg.dags.: 05/21/2024
Útgáfa: 1.0
2.02.04 Mælingar á komplimentþáttum

Komplimentkerfið virkjast á þrennan hátt. I. Klassíski ferillinn virkjast af frumubundnum mótefnum eða mótefnafléttum af IgG (IgG3 > IgG1 > IgG2) eða IgM gerð. II. Styttri ferilinn (alternative pathway (AP)) virkjast án mótefna m.a. af endotoxinum og vissum örverum. III. Lektín ferillinn hefst með bindingu mannose binding lectin (MBL) eða fíkólína við sykrur sem eru á yfirborði sýkla eða mótefnaflétta.

Klassíski og styttri ferillinn koma saman þegar komplimentþáttur C3 virkjast. Klíniskt gildi komplimentmælinga er aðallega bundið lækkuðum gildum, sem má rekja annars vegar til aukins umbrots (consumption) við ýmsa sjúkdóma og hins vegar til meðfædds skorts vegna erfðagalla en það er mun sjaldgæfara. Enn fremur eru sumir umbrotsþættir (einkum C3d) mældir til að meta virkni komplimentkerfisins.

Óeðlilega mikil komplimentvirkni getur átt sér stað án þess að það komi fram í mælingum þar sem nýmyndun komplimentþátta er einnig aukin. Lækkun á C4 er næmari vísbending en lækkun á C3 um ræsingu klassíska ferilsins, en hvorugt er mjög næmt. Mælingar á CH50, C3, C3d og Faktor B eru í flestum tilfellum nægjanlegar til þess að meta ástand komplimentkerfisins í sjúklingum.

    Hide details for Heildarvirkni styttri ferilsins (AP)
Heildarvirkni styttri ferilsins (AP)

    Pöntun: Gegnum beiðni: Heildarvirkni styttri ferilsins (AP) eða rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábendingar: Prófið skimar fyrir lækkun á AP (<30%). Ef AP mæling reynist lækkuð ber að endurtaka á nýju sýni. Lækkun gæti þýtt að AP ræsing hefur átt sér stað sem hefur sterka tengingu við skertar ónæmisvarnir og er einnig áberandi við nokkra sjúkdóma eins og membranoproliferative glomerulonephritis, paroxismal nocturnal hemoglobinuria og við endotoxemíu. Lækkað AP gæti líka verið vísbending um skort á C3, C5, C6. C7, C8 eða C9 (ásamt sögu um endurteknar neisserial sýkingar). Ráðlagt er að mæla CH50 og C3 reynist AP lækkað. Eðlilegt CH50 og C3 samfara AP lækkun er vísbending um mögulegan skort á Próperdin eða Faktor B. Lækkun á CH50 og /eða C3 samfara AP lækkun hefur tengsl við skort á Faktor H (neisserial sýkingar, HUS) eða Faktor I (heilahimnubólgur, sýkingar hjúpbaktería). Ráðlagt er að mæla CH50 og C3 reynist AP lækkað.
    Sýnataka: Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels


Ritstjórn

Helga Bjarnadóttir
Anna Guðrún Viðarsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Anna Guðrún Viðarsdóttir

Útgefandi

Helga Bjarnadóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/27/2011 hefur verið lesið 379 sinnum