../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-027
Útg.dags.: 06/01/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Amýlasi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Alfa-amýlasi er meltingarensím sem klýfur fjölsykrunga svo sem sterkju og glýkógen og myndar maltósa og greindar dextrinkeðjur. Alltaf finnst nokkur amýlasi í blóði og er hann kominn frá brisi (um 50%) og munnvatnskirtlum (um 50%).
Breytileiki: Til er svonefndur macro-amýlasi. Þá myndar amýlasi komplexa við plasmaprótein, oftast immúnóglóbúlín G eða immúnóglóbúlín A. Þessi macro-amýlasi skilst ekki út um nýru, vegna stærðar sinnar. Þetta er sjaldgæft og ekki tengt klínískum einkennum. Getur gefið tvö til áttfalda aukningu á P-amýlasa.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerðSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerð
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist 7 daga í kæli.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 1 árs, <40 U/L: 1 árs - 10 ára, 40 -90 U/L; > 10 ára, 25 -120 U/L. Viðmiðunarmörk fyrir fullorðna eru fengin úr samnorrænu viðmiðunarmarkaverkefni.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Við bráða brisbólgu hækkar amýlasi innan 5 - 8 klukkutíma og hækkun getur staðið í 3-4 daga. Amýlasi hækkar við bráðar bólgur í munnvatnskirtlum. Amýlasi getur einnig hækkað við aðra bráða kviðsjúkdóma. Getur hækkað við minnkaða nýrnastarfsemi.
    Lækkun: Sést við exocrine pancreas insufficiency.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: http://nyenga.net/norip/index.htm
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 5496 sinnum