Anti CCP-/RF+ Anti CCP+/RF+
(i) 5-20% RA (i) 50-60% RA
(ii) 81% af RF+ sjúkl. (ii) Miklar líkur á liðskemmdum
(iii) Miðlungs slæm iktsýki (iii) Versta tegund RA
Anti CCP-/RF- Anti CCP+/RF-
(i) 14-30% RA (i) 8-18% RA
(ii) Líkur á RA litlar en (ii) 20-40% RF- RA einst.
ekki útilokaðar (iii) Miðlungs tegund RA
(iii) Vægasta tegund RA (iv) Miklar líkur á að fá iktsýki
RF Rheumaton
Heiti rannsóknar: RF Rheumaton
Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending:
Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.
Mögulegar viðbótarrannsóknir:
Öll jákvæð RF Rheumaton sýni eru títruð með RAPA aðferðinni en einstakar RF tegundir (RF IgM, RF IgG og RF IgA) eru ekki mældar með ELISA aðferð nema sérstaklega sé um slíkt beðið á rannsóknarbeiðninni.
Grunnatriði rannsóknar:
RF Rheumaton er skimpróf sem greinir fyrst og fremst RF af IgM gerð og segir til um hvort þessi þáttur er til staðar eða ekki, en ekki í hve miklu magni. RF er sjálfsofnæmismótefni sem beinist gegn Fc hluta IgG sameindarinnar Til að meta hvort hann sé til staðar er beitt tveimur grunn rannsóknaraðferðum. Annars vegar kekkjunarprófum (Agglutination) og hins vegar ljósgleypni (ELISA).
Aðferð:
RF Rheumaton skimprófið er rauðkornakekkjunpróf (hemagglutination).
Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.
Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Neikvætt. Jákvæð sýni eru gefin út sem (+), + eða ++.
Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.
RF RAPA
Heiti rannsóknar: RF RAPA
Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending:
Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.
Öll sýni sem reynast jákvæð í RF Rheumaton fara í magnákvörðun í RF-RAPA prófi.
Einstakar RF tegundir (RF IgM, RF IgG og RF IgA) eru ekki mældar með ELISA aðferð nema sérstaklega sé um slíkt beðið á rannsóknarbeiðninni.
Grunnatriði rannsóknar:
RF - RAPA er skimpróf sem greinir RF í sermi (aðallega af IgM gerð) líkt og Rheumaton, en sýnið er einnig títrerað til að ákvarða RF magn. Prófið er ekki framkvæmt nema sýni hafi reynst jákvætt í Rheumaton skimprófinu.
Aðferð:
RF - RAPA prófið er kekkjunarpróf (agglutination). Gefinn er út endatíter sýnis sem er ákvarðaður út frá hæstu þynningu þar sem kekkjun á sér stað. Þannig er mun meira magn til staðar af RF hjá einstaklingi með títer 1:160 en hjá þeim sem hefur 1:40.
Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.
Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Neikvætt (titer <1:40). Jákvæð sýni gefin út sem titer; 1:40, 1:80, 1:160, o.s.frv.
Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.
RF ELISA skimpróf
Heiti rannsóknar: RF ELISA skimpróf
Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending:
Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.
Gigtarsjúkdómar/sjálfsofnæmissjúkdómar
Mælst er til þess að allir sem hafa gigtarþátt (RF Rheumaton / RAPA próf jákvæð) í blóði fari einnig í RF ELISU skimpróf. Að viðbættum IgM gigtarþætti mælir prófið einnig IgG og IgA RF. Því eru >90% iktsýkissjúklinga jákvæðir í þessu prófi.
Sjúkdómshorfur og virkni RA:
Prófið er mjög næmt fyrir RA og ef um mikið magn er að ræða er það einnig mjög sértækt. Fari saman hækkun á bæði RF IgM og RF IgA eru miklar líkur á því að sjúklingurinn sé með iktsýki (há sértækni), það sama á við um samband RF IgG og RF IgA.
RF IgA hefur verið tengdur verri horfum og sjúkdómsgangi en RF IgM, t.d. eru þekkt tengsl RF IgA við beinúrátur og utanliðaeinkenni (extra-articular manifestations). Því er rétt að hafa í huga að einungis þriðjungur RA sjúklinga með einangraða hækkun á RF IgA er jafnframt jákvæður í hefðbundnum kekkjunarprófum (Rheumaton og RAPA). Þessir sjúklingar eru hins vegar jákvæðir í RF ELISA skimprófinu.
Mögulegar viðbótarrannsóknir:
Ef RF ELISA skimprófið reynist jákvætt er magn hverrar RF tegundar fyrir sig mælt (RF IgM, RF IgG og RF IgA).
Grunnatriði rannsóknar:
Byrjað er á því að gera RF ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum rheumatoid faktor (RF) af IgM, IgG eða IgA gerðum.
Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).
Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.
Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir RF ELISA skimpróf er <4 U/ml. Niðurstöður eru gefnar út í einingum sem miðast við alþjóðlegan staðal fyrir RF virkni.
Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.
RF ELISA ísótýpur
Heiti rannsóknar: RF ELISA ísótýpur
Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending:
Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.
Byrjað er á því að gera RF ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum rheumatoid faktor (RF) af IgM, IgG eða IgA gerðum. Ef skimprófið reynist jákvætt er magn hverrar RF tegundar fyrir sig mælt (RF IgM, RF IgG og RF IgA). Um 90% iktsýkissjúklinga (RA sjúklinga) reynast jákvæðir í þessu prófi.
Gigtarsjúkdómar/sjálfsofnæmissjúkdómar
Mælst er til þess að allir sem hafa gigtarþátt (RF Rheumaton) í blóði fari einnig í RF ELISU skimpróf. Að viðbættum IgM gigtarþætti mælir prófið einnig IgG og IgA RF. Því eru >90% iktsýkissjúklinga jákvæðir í þessu prófi.
Sjúkdómshorfur og virkni RA:
Prófið er mjög næmt fyrir RA og ef um mikið magn er að ræða er það einnig mjög sértækt. Fari saman hækkun á bæði RF IgM og RF IgA eru miklar líkur á því að sjúklingurinn sé með iktsýki (há sértækni), það sama á við um samband RF IgG og RF IgA.
RF IgA hefur verið tengdur verri horfum og sjúkdómsgangi en RF IgM, t.d. eru þekkt tengsl RF IgA við beinúrátur og utanliðaeinkenni (extra-articular manifestations). Því er rétt að hafa í huga að einungis þriðjungur RA sjúklinga með einangraða hækkun á RF IgA er jafnframt jákvæður í hefðbundnum kekkjunarprófum (Rheumaton og RAPA). Þessir sjúklingar eru hins vegar jákvæðir í RF ELISA skimprófinu.
Grunnatriði rannsóknar:
Byrjað er á því að gera RF ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum rheumatoid faktor (RF) af IgM, IgG eða IgA gerðum. Ef skimprófið reynist jákvætt er magn hverrar RF tegundar fyrir sig mælt (RF IgM, RF IgG og RF IgA).
Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).
Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.
Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir RF IgM, RF IgG og RF IgA eru <25 einingar fyrir hverja gerð. Niðurstöður eru gefnar út í einingum sem miðast við alþjóðlegan staðal fyrir RF virkni.
Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í mánuði.
CCP mótefni (Cyclic Citrullinated Peptide)
Heiti rannsóknar: CCP
Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Ábending:
CCP (Cyclic citrullinated peptide) mótefni eru mjög sértæk fyrir iktsýki (RA) og rannsóknir hafa sýnt að þau geta komið fram mörgum árum áður en sjúkdómurinn gerir vart við sig.
Mæling á CCP mótefnum er æskileg við uppvinnslu og greiningu á iktsýki. Hér er um að ræða mótefni sem beinast gegn peptidum sem hafa verið citrullineruð (Cyclic citrullinated peptide). Rannsóknir hafa sýnt að tilvist CCP mótefna hefur sterkt forspárgildi um horfur og sjúkdómsvirkni iktsýki.
Sumir sjúklingar með iktsýki mælast neikvæðir í RF prófum (seroneikvæður RA) og hluti þessara sjúklinga er með mótefni í blóði gegn CCP. Þegar bæði RF og CCP mótefni eru til staðar hefur slíkt samband >95% jákvætt forspárgildi fyrir RA.
Grunnatriði rannsóknar:
CCP mótefni sem beinast gegn peptidum sem hafa verið citrullineruð (Cyclic citrullinated peptide).
Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).
Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.
Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.
Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir CCP mótefni er <25 U/ml.
Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.
Túlkun niðurstaðna: Hátt gildi CCP mótefna hefur sterkt forspárgildi um tilvist og horfur iktsýki. Einnig hafa rannsóknir sýnt að magn CCP mótefna hefur sterk tengsl við sjúkdómsvirkni iktsýki.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að samspil RF og CCP mótefna geta gefið góðar vísbendingar um tilvist, sjúkdómsmynd og horfur iktsýki (sjá töflu).
Tafla: Samspil RF og CCP mótefna í iktsýki
Anti CCP-/RF+ Anti CCP+/RF+
(i) 5-20% RA (i) 50-60% RA
(ii) 81% af RF+ sjúkl. (ii) Miklar líkur á liðskemmdum
(iii) Miðlungs slæm iktsýki (iii) Versta tegund RA
Anti CCP-/RF- Anti CCP+/RF-
(i) 14-30% RA (i) 8-18% RA
(ii) Líkur á RA litlar en (ii) 20-40% RF- RA einst.
ekki útilokaðar (iii) Miðlungs tegund RA
(iii) Vægasta tegund RA (iv) Miklar líkur á að fá iktsýki