../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-006
Útg.dags.: 02/06/2024
Útgáfa: 6.0
2.02.01 Gigtarpróf

Sjálfsofnæmismótefnum má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru vefjasértæk mótefni (organ specific) sem beinast gegn sérstökum frumum, vefjum eða líffærum, svo sem parietal frumum, hormónmyndandi skjaldkirtilsfrumum eða rauðum blóðkornum. Hins vegar eru ekki vefjasértæk mótefni (organ non-specific) sem beinast gegn sameindum sem finnast meira og minna í öllum frumum líkamans og má þar nefna mótefni gegn mitokondrium og ýmsum kjarnaþáttum.

Almennt má segja að sjálfsofnæmismótefni finnist stöku sinnum hjá heilbrigðum einstaklingum og fer algengi þeirra vaxandi með aldri. Það þarf því ekki alltaf að vera merki um sjúkdóm, þótt þau greinist í blóði, og þótt þessi mótefni komi að gagni við sjúkdómsgreiningu, er ekki þar með sagt að þau séu meginorsök þeirra vefjaskemmda sem fylgja sjúkdómnum. Oftast taka bæði mótefni og ónæmisfrumur þátt í meinferli sjálfsofnæmissjúkdóma. Þau sjálfsofnæmismótefni sem ekki eru vefjasértæk, beinast yfirleitt gegn frumuþáttum sem eru sameiginlegir öllum spendýrum, þ.e. eru ekki tegundasértæk og má því greina þessi mótefni á öðrum vefjum en mannavef. Sum vefjasértæk mótefni er hins vegar einungis hægt að greina með mannavef.

Gigtarpróf

Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG).
Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir svo sem IgA RF og IgG RF.

Rheumatoid faktor (RF) er ekki sértækur fyrir ákveðna sjúkdóma. Af gigtarsjúkdómum er Rheumatoid faktor (RF) til staðar hjá 75-90% einstaklinga með iktsýki (Rheumatoid arthritis), u.þ.b. 90% með Sjögren syndrome og 10-20% barna með liðagigt. Einnig eru þekkt tengsl við ýmsa aðra sjálfsofnæmissjúkdóma eins og sarkilikis, scleroderma, rauða úlfa (SLE), æðabólgur, lifrarbólgu (chronic active hepatitis) o.fl.

Ýmsar langvinnar sýkingar geta leitt til vægrar hækkunar á RF. Þar er helst að nefna hjartaþelsbólgu, berkla, langvinnar veirusýkingar og sárasótt.
Sum krabbamein geta leitt til jákvæðrar svörunar í RF Rheumaton skimprófi. Einnig er vitað að RF er til staðar í litlu magni hjá 3-5% heilbrigðra sem vex með hækkandi aldri. Þannig finnst hann hjá u.þ.b. 30% aldraðra (>65 ára).

Rheumatoid faktor í miklu magni getur ruglað mótefnamælingar gegn ýmsum veiruantigenum og valdið falskt jákvæðu svari þegar IgM mótefni gegn veirum eru mæld.

CCP (Cyclic citrullinated peptide) mótefni eru mjög sértæk fyrir iktsýki (RA) og rannsóknir hafa sýnt að þau geta komið fram mörgum árum áður en sjúkdómurinn gerir vart við sig.
Mæling á CCP mótefnum er æskileg við uppvinnslu og greiningu á iktsýki. Hér er um að ræða mótefni sem beinast gegn peptidum sem hafa verið citrullineruð (Cyclic citrullinated peptide). Rannsóknir hafa sýnt að tilvist CCP mótefna hefur sterkt forspárgildi um horfur og sjúkdómsvirkni iktsýki.

Sumir sjúklingar með iktsýki mælast neikvæðir í RF prófum (seroneikvæður RA) og hluti þessara sjúklinga er með mótefni í blóði gegn CCP. Þegar bæði RF og CCP mótefni eru til staðar hefur slíkt samband >95% jákvætt forspárgildi fyrir RA.


Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að samspil RF og CCP mótefna geta gefið góðar vísbendingar um tilvist, sjúkdómsmynd og horfur iktsýki (sjá töflu).


    Tafla: Samspil RF og CCP mótefna í iktsýki

      Anti CCP-/RF+ Anti CCP+/RF+
      (i) 5-20% RA (i) 50-60% RA
      (ii) 81% af RF+ sjúkl. (ii) Miklar líkur á liðskemmdum
      (iii) Miðlungs slæm iktsýki (iii) Versta tegund RA


      Anti CCP-/RF- Anti CCP+/RF-
      (i) 14-30% RA (i) 8-18% RA
      (ii) Líkur á RA litlar en (ii) 20-40% RF- RA einst.
      ekki útilokaðar (iii) Miðlungs tegund RA
      (iii) Vægasta tegund RA (iv) Miklar líkur á að fá iktsýki
      Hide details for RF RheumatonRF Rheumaton

      Heiti rannsóknar: RF Rheumaton
      Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

      Ábending:

      Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.

      Mögulegar viðbótarrannsóknir:

      Öll jákvæð RF Rheumaton sýni eru títruð með RAPA aðferðinni en einstakar RF tegundir (RF IgM, RF IgG og RF IgA) eru ekki mældar með ELISA aðferð nema sérstaklega sé um slíkt beðið á rannsóknarbeiðninni.

      Grunnatriði rannsóknar:

      RF Rheumaton er skimpróf sem greinir fyrst og fremst RF af IgM gerð og segir til um hvort þessi þáttur er til staðar eða ekki, en ekki í hve miklu magni. RF er sjálfsofnæmismótefni sem beinist gegn Fc hluta IgG sameindarinnar Til að meta hvort hann sé til staðar er beitt tveimur grunn rannsóknaraðferðum. Annars vegar kekkjunarprófum (Agglutination) og hins vegar ljósgleypni (ELISA).

      Aðferð:

      RF Rheumaton skimprófið er rauðkornakekkjunpróf (hemagglutination).

      Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

      Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

      Viðmiðunargildi: Neikvætt.  Jákvæð sýni eru gefin út sem (+), +  eða ++. 

      Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í viku.

      Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

      Sýni - Serum (0,5 ml)
      Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

      Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
      Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

      Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

      Sending og geymsla:

      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

      Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.

        Hide details for RF RAPARF RAPA

        Heiti rannsóknar: RF RAPA
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.

        Öll sýni sem reynast jákvæð í RF Rheumaton fara í magnákvörðun í RF-RAPA prófi.

        Einstakar RF tegundir (RF IgM, RF IgG og RF IgA) eru ekki mældar með ELISA aðferð nema sérstaklega sé um slíkt beðið á rannsóknarbeiðninni.

        Grunnatriði rannsóknar:

        RF - RAPA er skimpróf sem greinir RF í sermi (aðallega af IgM gerð) líkt og Rheumaton, en sýnið er einnig títrerað til að ákvarða RF magn. Prófið er ekki framkvæmt nema sýni hafi reynst jákvætt í Rheumaton skimprófinu.

        Aðferð:

        RF - RAPA prófið er kekkjunarpróf (agglutination). Gefinn er út endatíter sýnis sem er ákvarðaður út frá hæstu þynningu þar sem kekkjun á sér stað. Þannig er mun meira magn til staðar af RF hjá einstaklingi með títer 1:160 en hjá þeim sem hefur 1:40.

        Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Neikvætt (titer <1:40). Jákvæð sýni gefin út sem titer; 1:40, 1:80, 1:160, o.s.frv.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.


        Hide details for RF ELISA skimprófRF ELISA skimpróf

        Heiti rannsóknar: RF ELISA skimpróf
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.

        Gigtarsjúkdómar/sjálfsofnæmissjúkdómar

        Mælst er til þess að allir sem hafa gigtarþátt (RF Rheumaton / RAPA próf jákvæð) í blóði fari einnig í RF ELISU skimpróf. Að viðbættum IgM gigtarþætti mælir prófið einnig IgG og IgA RF. Því eru >90% iktsýkissjúklinga jákvæðir í þessu prófi.

        Sjúkdómshorfur og virkni RA:

        Prófið er mjög næmt fyrir RA og ef um mikið magn er að ræða er það einnig mjög sértækt. Fari saman hækkun á bæði RF IgM og RF IgA eru miklar líkur á því að sjúklingurinn sé með iktsýki (há sértækni), það sama á við um samband RF IgG og RF IgA.
        RF IgA hefur verið tengdur verri horfum og sjúkdómsgangi en RF IgM, t.d. eru þekkt tengsl RF IgA við beinúrátur og utanliðaeinkenni (extra-articular manifestations). Því er rétt að hafa í huga að einungis þriðjungur RA sjúklinga með einangraða hækkun á RF IgA er jafnframt jákvæður í hefðbundnum kekkjunarprófum (Rheumaton og RAPA). Þessir sjúklingar eru hins vegar jákvæðir í RF ELISA skimprófinu.

        Mögulegar viðbótarrannsóknir:

        Ef RF ELISA skimprófið reynist jákvætt er magn hverrar RF tegundar fyrir sig mælt (RF IgM, RF IgG og RF IgA).

        Grunnatriði rannsóknar:

        Byrjað er á því að gera RF ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum rheumatoid faktor (RF) af IgM, IgG eða IgA gerðum.

        Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).

        Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir RF ELISA skimpróf er <4 U/ml. Niðurstöður eru gefnar út í einingum sem miðast við alþjóðlegan staðal fyrir RF virkni.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.

        Hide details for RF ELISA ísótýpurRF ELISA ísótýpur

        Heiti rannsóknar: RF ELISA ísótýpur
        Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

        Ábending:

        Gigtarpróf eru notuð til þess að mæla gigtarþætti (Rheumatoid Factor, RF) sem eru mótefni gegn Fc-hluta (halahluta) á immunoglobulini G (IgG). Hefðbundin gigtarpróf (kekkjunarpróf, agglutinationspróf) mæla fyrst og fremst RF af IgM gerð, en með ELISA aðferð má mæla aðrar RF tegundir.

        Byrjað er á því að gera RF ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum rheumatoid faktor (RF) af IgM, IgG eða IgA gerðum. Ef skimprófið reynist jákvætt er magn hverrar RF tegundar fyrir sig mælt (RF IgM, RF IgG og RF IgA). Um 90% iktsýkissjúklinga (RA sjúklinga) reynast jákvæðir í þessu prófi.

        Gigtarsjúkdómar/sjálfsofnæmissjúkdómar

        Mælst er til þess að allir sem hafa gigtarþátt (RF Rheumaton) í blóði fari einnig í RF ELISU skimpróf. Að viðbættum IgM gigtarþætti mælir prófið einnig IgG og IgA RF. Því eru >90% iktsýkissjúklinga jákvæðir í þessu prófi.

        Sjúkdómshorfur og virkni RA:

        Prófið er mjög næmt fyrir RA og ef um mikið magn er að ræða er það einnig mjög sértækt. Fari saman hækkun á bæði RF IgM og RF IgA eru miklar líkur á því að sjúklingurinn sé með iktsýki (há sértækni), það sama á við um samband RF IgG og RF IgA.
        RF IgA hefur verið tengdur verri horfum og sjúkdómsgangi en RF IgM, t.d. eru þekkt tengsl RF IgA við beinúrátur og utanliðaeinkenni (extra-articular manifestations). Því er rétt að hafa í huga að einungis þriðjungur RA sjúklinga með einangraða hækkun á RF IgA er jafnframt jákvæður í hefðbundnum kekkjunarprófum (Rheumaton og RAPA). Þessir sjúklingar eru hins vegar jákvæðir í RF ELISA skimprófinu.

        Grunnatriði rannsóknar:

        Byrjað er á því að gera RF ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum rheumatoid faktor (RF) af IgM, IgG eða IgA gerðum. Ef skimprófið reynist jákvætt er magn hverrar RF tegundar fyrir sig mælt (RF IgM, RF IgG og RF IgA).

        Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).

        Niðurstöður eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

        Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

        Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir RF IgM, RF IgG og RF IgA eru <25 einingar fyrir hverja gerð. Niðurstöður eru gefnar út í einingum sem miðast við alþjóðlegan staðal fyrir RF virkni.

        Svartími: Mælingar eru gerðar 2 sinnum í mánuði.

        Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

        Sýni - Serum (0,5 ml)
        Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

        Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
        Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

        Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

        Sending og geymsla:

        Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

        Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.

            Hide details for CCP mótefni (Cyclic Citrullinated Peptide)CCP mótefni (Cyclic Citrullinated Peptide)

            Heiti rannsóknar: CCP
            Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

            Ábending:

            CCP (Cyclic citrullinated peptide) mótefni eru mjög sértæk fyrir iktsýki (RA) og rannsóknir hafa sýnt að þau geta komið fram mörgum árum áður en sjúkdómurinn gerir vart við sig.
            Mæling á CCP mótefnum er æskileg við uppvinnslu og greiningu á iktsýki. Hér er um að ræða mótefni sem beinast gegn peptidum sem hafa verið citrullineruð (Cyclic citrullinated peptide). Rannsóknir hafa sýnt að tilvist CCP mótefna hefur sterkt forspárgildi um horfur og sjúkdómsvirkni iktsýki.

            Sumir sjúklingar með iktsýki mælast neikvæðir í RF prófum (seroneikvæður RA) og hluti þessara sjúklinga er með mótefni í blóði gegn CCP. Þegar bæði RF og CCP mótefni eru til staðar hefur slíkt samband >95% jákvætt forspárgildi fyrir RA.

            Grunnatriði rannsóknar:

            CCP mótefni sem beinast gegn peptidum sem hafa verið citrullineruð (Cyclic citrullinated peptide).

            Aðferð: ELISA (Enzyme Linked Immunosorbent Assay).

            Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS.

            Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

            Viðmiðunargildi: Eðlileg gildi fyrir CCP mótefni er <25 U/ml.

            Svartími: Mælingar eru gerðar 1 sinni í viku.

              Túlkun niðurstaðna: Hátt gildi CCP mótefna hefur sterkt forspárgildi um tilvist og horfur iktsýki. Einnig hafa rannsóknir sýnt að magn CCP mótefna hefur sterk tengsl við sjúkdómsvirkni iktsýki.

              Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að samspil RF og CCP mótefna geta gefið góðar vísbendingar um tilvist, sjúkdómsmynd og horfur iktsýki (sjá töflu).

              Tafla: Samspil RF og CCP mótefna í iktsýki

              Anti CCP-/RF+ Anti CCP+/RF+
              (i) 5-20% RA (i) 50-60% RA
              (ii) 81% af RF+ sjúkl. (ii) Miklar líkur á liðskemmdum
              (iii) Miðlungs slæm iktsýki (iii) Versta tegund RA


              Anti CCP-/RF- Anti CCP+/RF-
              (i) 14-30% RA (i) 8-18% RA
              (ii) Líkur á RA litlar en (ii) 20-40% RF- RA einst.
              ekki útilokaðar (iii) Miðlungs tegund RA
              (iii) Vægasta tegund RA (iv) Miklar líkur á að fá iktsýki

              Hide details for SýnameðhöndlunSýnameðhöndlun

              Sýni - Serum (0,5 ml)
              Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels

              Sýnið skilið strax eftir storknun en ef ekki eru tök á því má geyma heilblóð (án storkuvara) í < 36 klst. við stofuhita en í allt að < 72 klst í kæli (2-8°C) áður en það er skilið.
              Gæta skal þess að blóð sé vel storkið svo ekki sé vottur af fibrini í serminu.

              Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
              Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

              Sending og geymsla:

              Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

              Ef ekki er hægt að senda sýnið strax er betra að frysta sermið (-20°C) og senda síðar.




          Ritstjórn

          Helga Bjarnadóttir
          Anna Guðrún Viðarsdóttir
          Sigurveig Þ Sigurðardóttir

          Samþykkjendur

          Ábyrgðarmaður

          Helga Bjarnadóttir

          Útgefandi

          Helga Bjarnadóttir

          Upp »


          Skjal fyrst lesið þann 10/21/2011 hefur verið lesið 19497 sinnum