../ IS
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-169
Útg.dags.: 09/29/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 PTH
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá

Grunnatriði rannsóknar: Kalkkirtlahormón (parathyroid hormone, PTH) sem er próteinhormón framleitt í kalkkirtlunum (parathyroid glands) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun kalk- og beinefnaskipta líkamans. Virka form PTH er 84 amínósýrur að lengd (PTH-1-84) og helmingunartími þess í blóði er 2-4 mínútur. Meginhlutverk PTH er að viðhalda jöfnum styrk á fríu kalsíum í blóði. Þetta gerist með beinum áhrifum PTH á nýru og bein og með óbeinum áhrifum á meltingarveg. PTH örvar endurupptöku á kalsíum í nýrnapíplum og eykur umbreytingu á óvirku formi D-vítamíns yfir í virkt form (25-OH vítamín-D → 1,25-OH-vítamín-D). Í beinum eru bráð áhrif af PTH þau að losa kalsíum frá beinvef en langtímaáhrif hækkaðs PTH eru aukin beinumsetning og beingisnun. Með aukinni framleiðslu á 1,25-OH vítamíni-D í nýrum hefur PTH óbein áhrif til örvunar á frásogi kalsíums frá meltingarvegi. Aukinn styrkur af fríu kalsíum í plasma hamlar PTH seytingu (neikvæð afturvirkni) í gegn um sérstaka viðtaka á kalkkirtilfrumum. Heildarniðurstaðan er að styrkur frís kalsíums í plasma helst venjulega innan þröngra marka. Aukinn PTH styrkur leiðir til lækkunar á fosfat styrk í plasma vegna þess að PTH hamlar endurupptöku á fosfati í nýrnapíplum.

Helstu ábendingar: Uppvinnsla á hyperkalsemíu og hýpokalsemíu. Grunur um sjúkdóma í kalkkirtlum, hyperparathyroidisma og hypoparathyroidisma. Eftirlit hjá sjúklingum með langvarandi nýrnasjúkdóma.




Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 7752 sinnum