../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-169
Útg.dags.: 09/29/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 PTH
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá

Grunnatriði rannsóknar: Kalkkirtlahormón (parathyroid hormone, PTH) sem er próteinhormón framleitt í kalkkirtlunum (parathyroid glands) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun kalk- og beinefnaskipta líkamans. Virka form PTH er 84 amínósýrur að lengd (PTH-1-84) og helmingunartími þess í blóði er 2-4 mínútur. Meginhlutverk PTH er að viðhalda jöfnum styrk á fríu kalsíum í blóði. Þetta gerist með beinum áhrifum PTH á nýru og bein og með óbeinum áhrifum á meltingarveg. PTH örvar endurupptöku á kalsíum í nýrnapíplum og eykur umbreytingu á óvirku formi D-vítamíns yfir í virkt form (25-OH vítamín-D → 1,25-OH-vítamín-D). Í beinum eru bráð áhrif af PTH þau að losa kalsíum frá beinvef en langtímaáhrif hækkaðs PTH eru aukin beinumsetning og beingisnun. Með aukinni framleiðslu á 1,25-OH vítamíni-D í nýrum hefur PTH óbein áhrif til örvunar á frásogi kalsíums frá meltingarvegi. Aukinn styrkur af fríu kalsíum í plasma hamlar PTH seytingu (neikvæð afturvirkni) í gegn um sérstaka viðtaka á kalkkirtilfrumum. Heildarniðurstaðan er að styrkur frís kalsíums í plasma helst venjulega innan þröngra marka. Aukinn PTH styrkur leiðir til lækkunar á fosfat styrk í plasma vegna þess að PTH hamlar endurupptöku á fosfati í nýrnapíplum.

Helstu ábendingar: Uppvinnsla á hyperkalsemíu og hýpokalsemíu. Grunur um sjúkdóma í kalkkirtlum, hyperparathyroidisma og hypoparathyroidisma. Eftirlit hjá sjúklingum með langvarandi nýrnasjúkdóma.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
EDTA plasma, 0,5 ml. Sýni tekið í glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner

Í óniðursnúnu EDTA blóði er PTH stöðugt í 24 klst við stofuhita.
Niðursnúið EDTA plasma geymist í 2 daga við stofuhita, 3 daga í kæli, 6 mánuði í frysti.

Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
15 - 65 ng/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Mikilvægt er að túlka PTH niðurstöður í samhengi við kalsíum styrk (heildar eða jóniseraðs).

    Hækkun: Við frumkomna kalkvakaofseytingu (primer hyperparathyroidismus) eru flestir sjúklingar með hyperkalsemíu og hækkun á PTH eða þá eðlileg PTH gildi sem eru þó of eru of há miðað við styrk kalsíums. Við afleidda kalkvakaofseytingu sjást hækkuð PTH gildi. Hjá sjúklingum með langvinna nýrnasjúkdóma geta PTH mælingar hjálpað til við að greina undirgerðir osteodystrophy. Ectopic PTH framleiðslu hefur verið lýst. PTH hækkar við familial hypocalsuric hypercalsemia (FFH). Meðhöndlun með lítíum eykur PTH styrk í plasma.

    Lækkun: Við kalkvakabrest (hypoparathyroidismus) eru PTH gildi vanalega lág og sjúklingur jafnframt með hypokalsemíu. Við hyperkalsemínu sem tengist illkynja sjúkdómum sjást PTH gildi undir eða í neðri hluta viðmiðunarbils.

    Varðandi túlkun skal hafa eftirfarandi atriði í huga:

    Sýnatökustaður: PTH gildi mælast hærri í blóðsýnum sem safnað er úr miðlægum bláæðalegg heldur en blóðsýni úr útlægum bláæðalegg. Þegar verið er að fylgja eftir sjúklingum með PTH mælingum, t.d. blóðskilunarsjúklingum, ætti að miða við að sýnatökustaður væri sá sami.

    Árstíð: PTH gildi eru hærri að vetri en sumri og nokkrar rannsóknir hafa sýnt mun sem er að meðaltali u.þ.b. 10 ng/L. Þessi munur tengist líklega árstíðasveislu í styrk D-vítamíns.

    Dægursveifla: Dægursveifla er á PTH styrk í plasma, hæst gildi mælast á nóttinni en lægstu gildi um miðjan morgun. Einstaklingsbundinn munur er á því hvenær grunngildum er náð að morgni en það er á bilinu 06:00-10:00). Hjá heilbrigðum einstaklingum er dægursveiflan yfirleitt á bilinu 2,8-7,5 ng/L en tvær rannsóknir hafa sýnt sveiflu upp í annarsvegar 11 ng/L og hinsvegar 18 ng/L.

    Púlsandi losun: Líkt og með önnur próteinhormón þá er PTH losað út í blóðið með púlserandi hætti. Þessi púlserandi losun bætist ofan á dægursveifluna. Rannsóknir hafa sýnt 1-7 púlsa á klukkustund og að stærð púlsanna sé svipuð að magni og dægursveiflan eða u.þ.b. 10 ng/L. Þessi sveiflukennda losun PTH skýrir að hluta til mikinn líffræðilegan breytileika mælingarinnar hjá sama einstaklingi (within subject biological variation (CVi)) sem er u.þ.b. 25%.

    Skert nýrnastarfsemi: Til viðbótar við virka form hormónsins, PTH-1-84, finnast í blóðrásinni ýmis önnur PTH brot. Karboxyl-enda brotið PTH-7-84 hefur sérstaka þýðingu þar sem það virðist hafa líffræðilega virkni sem mótvirkar áhrif PTH-1-84 auk þess sem uppsöfnun verður á PTH-7-84 brotinu í blóði sjúklinga með langvinna nýrnasjúkdóma. Í þeirri annarar kynslóðar mæliaðferð sem hér er notuð til að mæla PTH-1-84 (intact PTH) eru notuð tvö einstofan mótefni (músa), gegn annarsvegar epitópum 25-32 og hinsvegar epitópum 37-42. Aðferðin er því ekki sértæk fyrir virka PTH-1-84 formið heldur mælir hún einnig PTH-7-84 brotið.

    Truflandi efni:

    Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í PTH aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (> 5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bítótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Rauðkornarof (hemolysis) yfir 1,5 g/L truflar mælinguna. Sýni með sjáanlegu rauðkornarofi eru því ekki nothæf fyrir mælinguna.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill, PTH (Parathyroid hormone, 2018-07, V24.0, Roche Diagnostics
    Sampling and storage conditions influencing the measurement of parathyroid hormone in blood samples: a systemic review. Hanon et al. Clin. Chem Lab Med 2013;51(10):1925-1941. 2013.
    https://www.westgard.com/biodatabase1.htm




    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 7633 sinnum