../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-245
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Fólat í rauðum blóðkornum
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Fólat er nauðsynlegt við nýmyndun DNA og þar með frumufjölgun. Skorts gætir því fyrst og fremst í vefjum með hraða umsetningu, svo sem í beinmerg og meltingarfærum. Birgðir eru litlar, duga í 3 - 4 mánuði. Þéttni fólats í rauðum blóðkornum endurspeglar betur fólats birgðir, en magn fólats í sermi.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings:
Sýni tekið fastandi.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa
án gels (svört miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist aðeins 2 klst í stofuhita, í 24 klukkustundir í kæli og einn mánuð við -20°C
Mæling gerð einu sinni í viku.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
Rbk-fólat: 590-1810 nmól/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Svar:
Sveiflur í serum fólati koma eftir mismunandi fólatríkar máltíðir, rauðblóðkornafólat er stöðugra.
Túlkun:
Lækkun
:
Lækkun á fólati sést við
aukna fólatþörf (meðganga, aukin framleiðsla rauðra blóðkorna), minnkað frásog og minnkaða neysla.
Heimildir
Heimildir
Upplýsingableðill Folate RBC, 2019-03, V 7.0 Roche Diagnostics, 2019
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Ritstjórn
Aldís B Arnardóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Sigrún H Pétursdóttir
Upp »