../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-079
Útg.dags.: 11/30/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Storkuþættir II, V, VII, VIII, IX, X, XI OG XII
    Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
    Verð: Sjá Gjaldskrá
    Grunnatriði rannsóknar:
    Einstaka storkuþætti getur skort vegna erfðagalla eða áunnins sjúkdóms. Marga storkuþætti getur einnig skort samtímis í tengslum við alvarleg veikindi t.d. vegna K-vítamínsskorts, lifrarbilunar eða útbreiddrar storkumyndunar (DIC). Mælingar á magni þeirra eru gagnlegar til að staðfesta greiningu á skorti hinna einstöku storkuþátta.
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í storkuprófsglas sem inniheldur 3,2% natríum sítrat .
Litakóði samkvæmt Greiner.
    Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt (hlutfall blóðs:sítrats = 9:1), glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.

    Sýnaglas skilið niður í kældri skilvindu við 4°C. Plasmað tekið frá innan 30 mínútna. Mælingin er gerð á plasma.
Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku.
Plasma geymist fryst við - 70°C.
60 - 200%.
Svar: %. Hafa ber samband við blóðmeinafræðing ef lækkun greinist.

Ritstjórn

Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Sigrún Reykdal

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún Reykdal

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2595 sinnum