../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-166
Útg.dags.: 08/31/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Prótein rafdráttur á þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Rafdraga má þvag á sama hátt og sermi. Rafdráttarmyndin í þvagi getur gefið upplýsingar um hvort prótein tapast í svipuðum hlutföllum og þau finnast í plasma, en það bendir til glómerular skemmdar. Sé einkum um tap minni próteina að ræða bendir það til skemmda í tubuli nýrna.
Gerð er mótefnafesting (immúnófixation) til frekari greiningar á léttum og þungum immúnóglóbúlín keðjum gefi bönd í rafdrættinum tilefni til þess.
Grunneiningar immúnóglóbúlína eru tvö pör af léttum og þungum keðjum. Frumurnar sem framleiða immúnóglóbúlín mynda lítið eitt meira af léttum keðjum, en þungum. Því geta ekki allar léttar keðjur bundist þungum keðjum, en fara út í blóðið og skiljast út í þvagi. Fríar, léttar keðjur bindast að nokkru saman og mynda tvíkeðju (dimer). Þær skiljast fljótt út í þvagi. Bence-Jones prótein eru einstofna (monoclonal) léttar immúnóglóbúlín keðjur, kappa eða lambda keðjur, í þvagi.
Einnig eru fríar kappa og lambda keðjur mældar í sermi.
Helstu ábendingar: Grunur um Bence-Jones prótein í þvagi við mergæxli (multiple myeloma)
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: 10 ml morgunþvag. Ef Bence-Jones prótein eru í þvagi og gera á magnmælingu, þarf sólarhringssöfnun og mæla verður próteinútskilnað. Bence-Jones prótein eru þá metin sem hluti af heildarpróteinútskilnaði.
Mæling er gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Bence-Jones prótein (léttar immúnóglóbúlín keðjur) eiga ekki að vera til staðar í þvagi.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Við einstofna aukningu plasmafruma, sem mynda immúnóglóbúlín breytist oft jafnvægið í myndun þungra og léttra keðja svo aukning þeirra síðarnefndu verður meiri. Léttu keðjurnar finnast þá í auknu magni í þvagi og kallast Bence-Jones prótein. Sumir einstaklingar með mergæxli mynda eingöngu léttar immúnóglóbúlín keðjur, en engar þungar keðjur. Bence-Jones prótein í þvagi sjást m. a. við mergæxli (multiple myeloma).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012.
    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3882 sinnum