../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-060
Útg.dags.: 09/06/2022
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Mónótest
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Einkyrningasótt (Infectious Mononucleosis; kissing disease) er bráða veirusjúkdómur af völdum Epstein Barr veira. Hefur fyrst og fremst áhrif á eitlavef. Einkennin eru stækkaðir og aumir eitlar, miltisstækkun og reaktivir (atypískir) lymfócytar í blóði. Í blóði sjúklings sem hafa sýkst af mononúkleosis má yfirleitt finna IM heterofíl mótefni. Þessi mótefni er hægt að greina með því að nota latexhúðaðar agnir með sértæku antigeni. Þegar blandað er saman antigenhúðuðum ögnum og sýni sem inniheldur IM heterofíl mótefni verður sýnileg samloðun. Það getur tekið sjúkling 1 viku að mynda nóg af mótefnum til að verða jákvæður. Sjúkdómurin smitast við úðasmit (munnvatni).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Lágmarksmagn sýnis er 0,1 ml af plasma eða sermi. Sýni má ekki vera hemólýserað.

Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) eða í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Einnig má nota glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni er snúið niður eins fljótt og hægt er.
Geymsluþol plasma og sermis er 3 dagar í kæli. Ekki er hægt bæta við á gamla statusa.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Neikvætt.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Jákvætt eða neikvætt.

    Túlkun
    Hækkun: Jákvætt bendir til að IM mótefni séu til staðar.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Leiðbeiningar frá Innovacon MONO Mononucleosis Rapid Test Device.

        Ritstjórn

        Fríða D Bjarnadóttir
        Sigrún H Pétursdóttir
        Páll Torfi Önundarson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Páll Torfi Önundarson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 12/19/2016 hefur verið lesið 1345 sinnum