../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-112
Útg.dags.: 12/28/2022
Útgáfa: 10.0
2.03 Notkun og merking plastvasa fyrir sýni
Hide details for Tilgangur og ábyrgðTilgangur og ábyrgð
Að lýsa notkun og merkingu plastvasa fyrir sýni.
Plastumslög eru merkt skýrt og greinilega til að tryggja að flutningsaðili hafi nauðsynlegar upplýsingar til réttrar og öruggrar meðhöndlunar sýna í flutningsferli.
Sendandi sýnis ber ábyrgð á að ganga tryggilega frá sýnum og merkja plastvasa fyrir sendingu sýnis.
Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
  • Tvær stærðir plastvasa eru í notkun og er sá stærri einungis ætlaður fyrir umfangsmeiri sýni t.d. fjórar blóðræktunarflöskur.
  • Ef sýnið rúmast ekki í plastvasa er beiðnin sett í vasann og hann festur tryggilega við sýnið.
  • Vasarnir eru með tveimur hólfum annað fyrir sýni, hitt fyrir beiðni.
  • Í hvern vasa má einungis setja sýni til einnar rannsóknardeildar.
  • Æskilegt er að beiðni snúi þannig að heiti hennar og aðsetur rannsóknardeildar sjáist greinilega.
  • Aðgætt er að yfirfylla ekki vasann og loka því vandlega með áfasta límrenningnum.
  • Merkt er við eftirfarandi atriði:
    • Hvert á sýnið að fara. Sjá leiðbeinandi lista í viðhengi.
    • Hver sendir sýnið. Kóði deildar.
    • Hversu brátt er sýnið - sendingarhraði. Hakað við "Strax" fyrir akút sýni en "Með næstu ferð" fyrir önnur sýni sem ávallt eru flutt eins fljótt og kostur er.
    • Æskilega geymslu ef sýni tefst. Í kæli eða við stofuhita. Leiðbeiningar um geymslu sýna má finna í Þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
    • Ef um ferskt sýni er að ræða er settur viðbótarlímmiði á vasann "Ferskt sýni".
  • Vasarnir eru einnota og má undir engum kringumstæðum nota endurtekið fyrir sjúklingasýni. Sú öryggisráðstöfun er til að tryggja að sýni sjúklings mengist hvorki af örverum, erfðaefni eða öðrum greiningarþáttum sem geta setið eftir í notuðum vasa. Rannsóknardeildir flokka plastvasa sem eru ekki sýnilega mengaðir og senda í endurvinnslu.



Merking plastumslaga til sýnasendinga 5.0.pdfMerking plastumslaga til sýnasendinga 5.0.pdf

Merking plastumslaga til sýnasendinga - BMT utg 5.0.pdfMerking plastumslaga til sýnasendinga - BMT utg 5.0.pdf Þessi listi gildir eingöngu fyrir bráðadeildir.
Svona merkjum við plastvasa.pptxSvona merkjum við plastvasa.pptx

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Auður Ýr Þorláksdóttir - thorlaks
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Hildur Júlíusdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
Helga Bjarnadóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Erna Knútsdóttir - ernakn
Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/02/2014 hefur verið lesið 2056 sinnum