../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-563
Útg.dags.: 05/16/2022
Útgáfa: 6.0
2.02.01 Búrsa - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna:
    Búrsustrok - almenn ræktun
    Búrsustrok - svepparæktun
    Búrsustrok - berklaræktun
    Búrsuvökvi - almenn ræktun
    Búrsuvökvi - svepparæktun
    Búrsuvökvi - berklaræktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurræktun. Grunur um bakteríusýkingu í búrsu. Bakteríur eru algengustu sýkingarvaldar í búrsitis og þá helst Staphylococcus aureus.
    Mýkóbakteríurannsókn. (1) Grunur um sýkingu í búrsu af völdum mýkóbaktería úr M. tuberculosis komplex, M. aviumkomplex eða annarra tegunda. (2) Eftirlit eftir meðferð.
    Svepparannsókn. Sýkingar í búrsu af völdum Candida og myglusveppa eru sjaldgæfar og sjást helst í kjölfar skurðaðgerða (gerviliðísetninga) og opinna áverka.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríuræktun. Smásjárskoðun á Gramslituðu sýni og ræktun, bæði í lofti og loftfirrð. Við sýkingu sjást bakteríur ekki nema í hluta tilfella, en langoftast sést mikið af margkjarna átfrumum. Bakteríur sem ræktast eru tegundagreindar og gert næmispróf.
    Svepparannsókn. Sýni er smásjárskoðað eftir Gramslitun (nema það berist í blóðræktunarkolbu). Ræktun fer fram í 3 vikur. Sveppagróður er greindur til ættkvíslar eða tegundar.
    Mýkóbakteríurannsókn. Sýni er smásjárskoðað eftir sýrufasta litun með Auramin O, og ræktað í fljótandi og á föstu æti í 6 vikur. Ræktist mýkóbkteríur eru þær tegundagreindar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Sé óskað eftir frekara næmisprófi þarf að biðja um það sérstaklega. Yfirleitt er ekki talin ástæða til að gera næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum, þar sem lítið samræmi virðist vera milli næmisprófisns og virkni lyfja við meðferð.

    Sjá yfirlit yfir faggildum/ófaggildum rannsóknum á Sýkla- og veirufræðideild hér.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Bakteríurannsókn. Best er að taka sýni áður en sýklalyfjagjöf hefst.
      Svepparannsókn. Æskilegt er að taka sýni fyrir upphaf sveppalyfjagjafar. Vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir lyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Bakteríu- og svepparannsókn. Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki og blóðræktunarflöskur. Strok eru tekin á bakteríuræktunarpinna.
      Mýkóbakteríurannsókn. Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Í blóðugum sýnum má hindra storku með sodium polyanethole sulfonate eða heparín storkuvara, en ekki EDTA.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Bakteríurannsókn. Ástungusýni best (minni hætta á mengun). Ef sjúklingur hefur dren og ekki er fýsilegt að stinga á holi, má senda drenvökva. Æskilegt magn: > 1 ml.
      Svepparannsókn, mýkóbakteríurannsókn. Helst meira en 3 ml, og best er að fá meira en 10 ml þar sem líkur á að finna sveppi eða mýkóbakteríur aukast eftir því sem meira er af sýni.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Húð er hreinsuð með sótthreinsandi efni fyrir ástungu.
      Bakteríu- og svepparannsókn. Ef sýni er tekið í blóðræktunarkolbu (grunur um bakteríu- eða gersveppasýkingu) skal sótthreinsa blóðkolbutappa með alkóhóli sem er látið þorna fyrir sýnatöku.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakteríu- og svepparannsókn. Geyma við stofuhita og flytja sem fyrst á rannsóknastofu (í síðasta lagi innan 24 klst.).
      Mýkóbakteríurannsókn. Ef flutningur tefst um meira en 1 klst skal geyma í kæli í allt að 24 klst. Ef einnig er pöntuð almenn bakteríurannsókn á sama sýni skal geyma það við stofuhita.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríu- og svepparannsókn. Smásjárskoðun á sýni er framkvæmd við komu sýnis á Sýklafræðideild. Hringt er til meðferðaraðila ef sveppir finnast. Endanlegar niðurstöður með greiningu og næmisprófum (ef við á) fylgja síðar. Neikvæð svör úr bakteríurannsókn liggja að jafnaði fyrir eftir 5 daga, en 3 vikur ef svepparannsókn.
      Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur, svar við jákvæða ræktun kemur oftast fyrr. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir 1 – 2 virka daga. Þegar sýrufastir stafir sjást í sýni eða ræktast eru niðurstöður hringdar til meðferðaraðila.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríu- og svepparannsókn. Þekktir meinvaldar sem ræktast úr ástungusýnum eru taldir sýkingarvaldar. Niðurstöður úr drenum skal meta með hliðsjón af ástandi og sögu sjúklings. Þegar lítið meinvirkir umhverfissveppir, s.s. Penicillium, vaxa á skálum þarf að meta tilfellið; oftast er um mengun að ræða, annað hvort við sýnatöku eða á rannsóknastofu.
      Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Í flestum tifellum á það sama við um aðrar mýkóbakteríur, en þó eru alltaf vissar líkur á umhverfismengun, til dæmsi úr vatni.
      Næmi smásjárskoðunar er 22 til 81% samanborið við ræktun mýkóbaktería, örfáar aðrar bakteríur eru einnig sýurfastar s.s. Nocardia og Rhodococcus.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
    Eva Mjöll Arnardóttir - evama
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/01/2013 hefur verið lesið 9859 sinnum