../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-123
Útg.dags.: 10/06/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Laktósuþolpróf
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Ensímið laktasi er myndað í slímhúð í efri hluta smágirnis og hefur það hlutverk að sundra tvísykrungnum laktósa í einsykrungana glúkósa og galaktósa sem frásogast auðveldlega frá meltingarvegi ólíkt laktósa. Einkenni laktasaskorts eru meltingaróþægindi og niðurgangur eftir neyslu matvæla sem innihalda laktósa, þ.e. mjólk og mjólkurafurðir. Skortur á laktasa getur ýmist verið meðfæddur eða áunninn. Meðfædda formið er sjaldgæft á norðlægum breiddargráðum en algengt meðal þjóða í Asíu, Afríku og við Miðjarðarhafið. Áunnin laktasaskortur tengist miklum skemmdum í garnaslímhúð, t.d. við Celiac sjúkdóm (glúten óþol).
Ábendingar:
Grunur um laktósuóþól.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur þarf að fasta á annað en vatn í 10-16 klst. fyrir prófið. Síðustu þrjá dagana fyrir prófið skal sjúklingur hafa haft fulla fótavist og hafa neytt venjulegrar fæðu en þó án mjólkur og mjólkurafurða.

Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Framkvæmd:

a) Tekið er blóðsýni fyrir mælingu á fastandi glúkósu.
b) Sjúklingur drekkur laktósulausn (50 g laktósu uppleyst í 300 ml af vatni).
c) Blóðsýni fyrir glúkósumælingar eru tekin 15, 30, 45, 60 og 90 mínútum eftir að sjúklingurinn byrjar að drekka lausnina.
Laktósuþolpróf eru framkvæmd að morgni.

Laktósuþolpróf eru gerð á virkum dögum. Hafa þarf samband við rannsóknarstofuna til að panta tíma í prófið.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Sjá Niðurstöður hér að neðan.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna:
    GreiningS-glúkósi (hækkun e. laktósugjöf)
    Eðlilegt laktósuþol>1,7 mmól/L
    Niðurstaða óljós 1,1-1,7 mmól/L
    Laktósuóþol <1,1 mmól/L
    (Miðað er við hæsta S-glúkósu gildi (hæsta gildi – fastandi gildi = hækkun).
    Erfitt er að túlka niðurstöður laktósuþolprófs hjá sjúklingum með sykursýki eða skert sykurþol.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier Saunders, 2018.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2288 sinnum