../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-176
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Sykurþolspróf
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sykurþolspróf gefa upplýsingar um getu líkamans til að stjórna blóðsykri. Hjá heilbrigðum einstaklingum er insúlíni seytt út í blóðið eftir inntöku kolvetna en insúlín stuðlar að upptöku glúkósu (blóðsykurs) inn í frumur líkamans. Við sykursýki verður truflun á blóðsykurstjórnun, annaðhvort vegna skertrar getu briskirtils til að framleiða insúlín (sykursýki af gerð I) eða vegna minna næmis vefja fyrir áhrifum insúlíns (sykursýki af gerð II).
Ábendingar: Sykurþolspróf eru nú orðið svo til eingöngu notuð til að greina eða útiloka meðgöngusykursýki. Stöku sinnum eru sykurþolspróf þó gerð hjá öðrum en barnshafandi konum, einkum ef mæling á fastandi blóðsykri hefur ekki gefið afdráttarlausa greiningu.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal hafa fastað á annað en vatn í 10-16 klst. Sjúklingur skal hafa neytt venjulegrar fæðu dagana fyrir prófið.
Framkvæmd prófsins og sýnataka:
a) Tekið er bláæðablóðsýni fyrir mælingu á fastandi glúkósu.
b) Sjúklingur drekkur glúkósulausn (75 g glúkósu uppleyst í 250 mL af vatni). Sé um að ræða barn sem vegur minna en 43 kg skal gefa 1,75 g glúkósa á hvert kg líkamsþyngdar. Upplausnina skal drekka á 5 mín og tímasetning prófs miðast við þann tíma er sjúklingur byrjar að drekka upplausnina.
c) Bláæðablóðsýni eru tekin 60 og 120 mín eftir að sjúklingurinn byrjar að drekka sykurlausnina.

(Sykurþolspróf eru alltaf framkvæmd að morgni. Meðan á prófinu stendur skal sjúklingur sitja eða liggja rólegur og standa aðeins upp þurfi hann að kasta vatni. Ekki má borða, drekka eða reykja meðan á prófinu stendur).
Gerð og magn sýnis: Sjá p-glúkósu.
Geymsla: Sjá p-glúkósu.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Sjá niðurstöður.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna:
    GreiningP-glúkósimmól/L
    Sykursýkifastandi
    eða blóðsykur e. 2 klst
    ≥ 7,0
    ≥ 11,1
    Skert sykurþol (IGT) fastandi
    og blóðsykur e. 2 klst
    < 7,0
    ≥ 7,8
    Hækkaður fastandi sykur (IFG) Fastandi
    og (ef mælt) blóðsykur e. 2 klst
    ≥ 6,1 og < 7,0
    <7,8
    Meðgöngusykursýki (GDM)fastandi
    eða blóðsykur e. 1 klst
    eða blóðsykur e. 2 klst
    ≥ 5,1
    ≥ 10
    ≥ 8,5
    P-glúkósi við 60 mínútur fer yfirleitt ekki yfir 9,4 mmól/L hjá heilbrigðum einstaklingum.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    David B Sacks. Chapter 25. Carbohydrates.
    Í Tietz Textbook of Clinical Chemistry, fjórðu útgáfu, ritstýrt af Carl A Burtis, Edward R Ashwood og David E Burns.
    Elsevier Sunders, 2006; 859-862.

    Hildur Harðardóttir, Ari J. Jóhannesson, Arna Guðmundsdóttir, Ástráður B Hreiðarsson, Bertha M. Ársælsdóttir, Hörður Björnsson, Júlía Linda Ómarsdóttir og Reynir T. Geirsson.
    Klínískar leiðbeiningar um skimun, greiningu og meðferð sykursýki á meðgöngu.
    Febrúar 2012, Landspitali.

    International Association of Diabetes and Pregnancy Study Groups Consensus Panel.
    International Association of Diabetes and Pregnancy Study Groups Recommendations on the Diagnosis and Classification of Hyperglycemia in Pregnancy.
    Diabetes Care, Volume 33, Number 3, 676-682. March 2010.

        Ritstjórn

        Guðmundur Sigþórsson
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Sigrún H Pétursdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Útgefandi

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 7052 sinnum