../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-095
Útg.dags.: 07/06/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Járn
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í plasma er lítið magn af járni. Járn í blóði er bundið próteininu transferrin og að mestu er það járn sem flutt er frá reticuloendothel kerfi (frá frumum sem brjóta niður hemóglóbín og losa járn) eða görnum (úr fæðu) til mergs, þ.e. frumnanna sem mynda hemoglobin.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmdSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd
Gerð og magn sýnis:
Sýnataka að morgni fastandi.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist sjö daga í kæli og eitt ár við -20°C
Mæling gerð alla virka daga
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Börn yngri en tveggja mánaða: 20-45 µmol/L; tveggja mánaða til eins árs: 6-18 µmol/L; einstaklingar eldri en eins árs: 9-34 µmol/L.
Viðmiðunarmörk hjá fullorðnum fengin úr samnorrænu verkefni
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Dægursveifla í magni járns í blóði. Lægra gildi síðari hluta dags, allt að 30% munur. Við notkun á getnaðarvarnarpillu getur styrkur járns í blóði hækkað

    Túlkun
    Lækkun: Lækkun verður við járnskort, langvinnar sýkingar og bólguviðbrögð
    Hækkun: Sést við parenteral járngjöf og ofnotkun á járntöflum, einnig við járnofhleðslu (hemókrómatósis)
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: NORIP: Nordic Reference Interval Project (nyenga.net)
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 6375 sinnum