../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-061
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.01.01 Gastrin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Gastrín (saltsýruvaki) er peptíð hormón framleitt í meltingarvegi. Helsta hlutverk gastríns er að örva sýruframleiðslu magans. Gastrín er til í nokkrum mismunandi formum og bera þau nafn eftir amínósýrufjölda, þrjú helstu formin eru G-17, G-34 og G-14.
Helstu ábendingar: Grunur um Zollinger-Ellison heilkenni (gastrinoma (gastrín framleiðandi æxli).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Chemiluminescent, enzyme-labeled immunometric assay.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal hafa fastað yfir nótt (helst >12 klst) fyrir sýnistökuna.
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner. Sýni skal flutt í ísvatni á rannsóknarstofuna.
Geymsla: Sýnið skal skilja í kældri skilvindu eins fljótt og mögulegt er og síðan frysta. Sýnið geymist í 4 klst í kæli og í 1 mánuð í frysti.
Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
13-115 ng/L (fastandi gildi).
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Immulite 2000, Siemens). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Sjúklingar með Zollinger-Ellison heilkenni hafa hækkun á S-gastríni. Hækkun á S-gastríni sést einnig hjá sjúklingum með langvinna magavisnun (chronic atropic gastritis) vegna pernicious anemíu eða annara ónæmissjúkdóma og eins við langvinna magavisnun sem er orsökuð af H.pilori. S-gastrín getur einnig hækkað við nýrnabilun, eftir brottnám smágirnis og við sýrulækkandi meðferð (H2 viðtakahemlar, prótónpumpuhemar). Þó svo að hæstu S-gastrín gildi (> 500 ng/L) tengist yfirleitt eingöngu Zollinger-Ellison æxlum þá mælist u.þ.b. helmingur sjúklinga með Zollinger-Ellison heilkenni með lægri gildi og skörun verður því við aðra sjúkdóma sem valda S-gastrín hækkunum. Örvunarpróf fyrir gastrín getur því þurft til að staðfesta greininguna.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Immulite/Immulite 2000 Gastrin (PIL2KGA-16, 2015-09-14). Siemens Healthcare Diagnostics Products.
    Siemens, Field Safety Notice, IMC18-02.A.OUS, December 2017.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 6682 sinnum