../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-044
Útg.dags.: 07/05/2017
Útgáfa: 1.0
2.02.02.01 Þvagleiðara rannsókn
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Þvagleiðara rannsókn með skuggaefni í skyggningu,
Samheiti: Antegrad pyelografia, Retrograd pyelografia, Stentogram
Pöntun: Heilsugátt sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Rennslishindrun frá nýra, æxli í nýrnaskjóðu, steinar, Kontrol á uretertengingu.
Frábendingar: Skuggaefnisofnæmi.

    Ofnæmi: Við þekkt joðskuggaefnisofnæmi þarf lyfjaforgjöf. Sjá Ofnæmislyf - Joðskuggaefni.
    Einstaklingur utan spítala geta nálgast ofnæmislyf á röntgendeild tveimur dögum fyrir rannsókn.

Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

Undirbúningur: Á skurðstofu eða æðaþræðingarstofu er settur leggur í þvagleiðara eða nýrnaskjóðu.

Aðferð: Við myndgreiningarannsókn af þvagleiðara er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun.
      • Antegrad pyelografia:
Sjúklingur kemur með legg í nýrnaskjóðu. Á röntgendeild er skuggaefni sprautað í legginn, fylgst með skuggaefnisfyllingu í nýrnaskjóðu og niður þvagleiðara til þvagblöðru. Myndir eru teknar í skyggningu. Framkvæmt af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
      • Retrograd pyelografia:
      Sjúklingur kemur með legg sem er lagður hefur verið í gegnum þvagblöðru upp í þvagleiðara. Á röntgenrdeild er skuggaefni sprautað í legginn, fylgst með skuggaefnisfyllingu í nýrnaskjóðu og niður þvagleiðara til þvagblöðru. Myndir teknar í skyggningu. Í lok rannsóknar er leggurinn fjarlægður. Framkvæmt af röntgenlækni með aðstoð geislafræðings.
      • Stentogram:
      Sjúklingur kemur með legg sem lagður hefur verið frá nýrum og út um þvagleiðara. Skuggaefni er sprautað í legg og er þverskorinn endi til hægra nýra og skáskorin til vinstra nýra.

Tímalengd: 20 mínútur

Eftirmeðferð: Engin.

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn sem oftast er næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt.

Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Soffía G Þorsteinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Pétur Hannesson

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/15/2017 hefur verið lesið 422 sinnum