../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-623
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.15 Íhlutir/lćkningatćki - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđi
Heiti rannsóknar: Lćkningatćki/íhlutir - almenn rćktun
Samheiti:
Pöntun: Beiđni um sýklarannsókn eđa Cyberlab innan LSH. Verđ: Sjá Gjaldskrá
  Hide details for ÁbendingÁbending
  Grunur um sýkingu í tengslum viđ inniliggjandi lćkningatćki.

  Mögulegar viđbótarrannsóknir: PCR fyrir bakteríum og sveppum.
  Hide details for Grunnatriđi rannsóknarGrunnatriđi rannsóknar
  Rćktun í andrúmslofti og viđ loftfirrđ skilyrđi.
  Ţađ verđur stöđugt algengara ađ ýmsum tćkjum sé komiđ fyrir í líkamanum til lćkninga, ýmist tímabundiđ eđa til langframa. Dćmi um ţetta eru gerviliđir, hjartalokur, gangráđar, slöngur frá heilahvelum til kviđarhols og fleira. Ţetta eru alltaf stađir ţar sem örverur eru ekki ađ eđlilegu. Ţađ er möguleiki á ađ bakteríur og sveppir setjist á ţessi tćki og valdi alvarlegum sýkingum.
  Hide details for SýnatakaSýnataka
   Hide details for Gerđ og magn sýnisGerđ og magn sýnis
   Mjög misjafnt, fer eftir ţví hver hluturinn er. Sé hann smár er gott ađ fá hann allan. Stundum er sendur hluti, til dćmis sitt hvor endinn af slöngu frá heilahveli til kviđarhols. Sé hluturinn stór, til dćmis gerviliđur, er gott ađ taka nokkur strok af honum á bakteríurćktunarpinna.
   Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
   Allar líkur eru á ţví ađ hluturinn sé fjarlćgđur viđ dauđhreinsađar ađstćđur, eins og mikilvćgt er til sýnatökunnar. Sé hluturinn sendur allur eđa ađ hluta er hann látinn í dauđhreinsađ ílát og sendur međ hrađi á Sýklafrćđideildina.
   Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

  Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
   Hide details for Geymsla ef biđ verđur á sendinguGeymsla ef biđ verđur á sendingu
   Mjög mikilvćgt er ađ sýniđ berist sem allra fyrst, sérstaklega ef um er ađ rćđa hlut eđa hluta af ađskotahlut. Rćktunarpinnar geymast lengur, í allt ađ sólarhring viđ stofuhita eđa í kćli.

  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
   Hide details for SvarSvar
   Vaxi bakteríur eđa sveppir sem talin eru sjúkdómsvaldar er hringt og látiđ vita, samkvćmt mati vakthafandi lćknis á Sýklafrćđideild. Neikvćđri rćktun er svarađ út eftir 5 daga, jákvćđ gćti tekiđ lengri tíma.
   Hide details for TúlkunTúlkun
   Ţar sem umrćdd tćki eru ađ jafnađi stađsett ţar í líkamanum sem engir sýklar eru ađ eđlilegu, má gera ráđ fyrir ađ bakteríur eđa sveppir sem vaxi séu sýkingavaldar. Ţađ eru ţó alltaf einhverjar líkur á ţví ađ sýni mengist, sérstaklega af bakteríum frá húđinni. Ţví er ćskilegt, séu tekin strok frá ađskotahlut, ađ strokin séu ađ minnsta kosti tvö. Vaxi sama tegundin af bakteríum eđa sveppum frá fleiri en einu stroki eykur ţađ mjög líkurnar á ađ ţar sé kominn sýkingavaldur.

  Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
  2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

  Ritstjórn

  Ólafía Svandís Grétarsdóttir
  Kristján Orri Helgason - krisorri
  Una Ţóra Ágústsdóttir - unat
  Ingibjörg Hilmarsdóttir
  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Samţykkjendur

  Ábyrgđarmađur

  Kristján Orri Helgason - krisorri
  Ingibjörg Hilmarsdóttir

  Útgefandi

  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Upp »


  Skjal fyrst lesiđ ţann 11/14/2011 hefur veriđ lesiđ 46270 sinnum