../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-109
Útg.dags.: 01/09/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.04 Segulómun af hjarta
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Segulómun kjálkaliðir
Samheiti: MRI TMJ (Temporomandibular joint)
Pöntun: Heilsugátt, Leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.

Heiti rannsóknar: Segulómun hjarta
Samheiti: Cardiac MRI
Pöntun: Heilsugátt, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Hjartavöðvabólga, blóðþurrð (infarct), hjartagallar, æxli.
Frábendingar: Gangráður, ígrædd heyrnartæki, æðaklemmur, pumpur, raförvi (stimulator) og ýmis ígræddur málmur. VP - shunt þarf stundum að stilla.
Mögulegar frábendingar eru mikil innilokunarkennd eða yfirþyngd.

Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif segulómunar á fóstur. Rannsókn af ófrískum konum er aðeins framkvæmd þegar brýn nauðsyn þykir.

Athugið: Undantekningar eru á sumum frábendingum og þarf því oft að kanna framleiðanda og/eða aðgerðalýsingu fyrir hvert tilfelli íhluta.
Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

Undirbúningur:
    • Að morgni rannsóknardags má ekki drekka koffíndrykki eins og kaffi, te, kóladrykki eða nota nikótín.
    • Þeir sem eru með mikla innilokunarkennd geta fengið róandi lyf, 1/2 töflu (Dormicum 7,5 mg) en láta þarf vita með sólahrings fyrirvara og mæta 60 mínútum fyrir rannsókn. Ekki má sofna í rannsókninni
    • Ekki má að keyra í 24 klukkustundir eftir róandi lyf.
    • Mikilvægt er að mæta 10 mínútum fyrir tímann til undirbúnings. Ef komið er eftir að rannsóknartími hefst gæti þurft að fresta rannsókn og gefa nýjan tíma.
    • Bráðatilfelli geta komið upp á spítalanum sem geta valdið töfum á tíma.
    • Gott er að skilja skartgripi eftir heima en í lagi er að vera með gullhringi.
    • Velkomið er að hafa aðstandanda með sér.

    Til að tryggja öryggi við rannsókn er farið yfir gátlista/spurningar áður en rannsókn hefst
    Fjarlægja þarf alla lausa málmhluti og klæðast sjúkrahússlopp til að koma í veg fyrir að málmhlutir á fötum trufli rannsóknina.
    Verðmæti eru geymd í læstum skáp í búningsklefa.
    Greiðslukort og önnur skilríki með segulrönd geta eyðilagst ef þau koma inn í rannsóknarherbergið.
Aðferð:
    • Yfirleitt er gefið skuggaefni í æð, Gadovist og þarf því að setja æðalegg sem oftast er settur í handlegg. Hægt er að gefa skuggaefni í lyfjabrunn.
    • Hjartalínurit (EKG) er sett á brjóstkassa og myndir teknar í takt við hjartslátt.
    • Liggja þarf á baki á rannsóknarbekk, stórt belti (spóla) er sett yfir brjósthol og bekkurinn færist inn í segulómtækið.
    • Allir fá öryggishnapp til að geta gert vart við sig ef þeir finna fyrir óþægindum eða innilokunarkennd.
    • Heyrnartól sett yfir eyru vegna hávaða í tæki og til að heyra öndunarleiðbeiningar.
    • Halda þarf inni andanum í 5 til 20 sekúndur við hverja myndaseríu. Mikilvægt er að fylgja öndunarleiðbeiningum geislafræðings.
    • Nauðsynlegt er að liggja kyrr á meðan rannsókn stendur.

Tímalengd: 40 - 60 mínútur

Eftirmeðferð: Engin
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn sem einnig getur skoðað niðurstöður í heilsugátt.

Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna.
Hide details for HeimildirHeimildir
  1. MR safety
  2. Selectional Anatomy 2

Ritstjórn

Ida Agata Egiert - agatai
Guðrún Ólöf Þórsdóttir - gudol
Alda Steingrímsdóttir
Svanhvít Hulda Jónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Maríanna Garðarsdóttir

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/14/2016 hefur verið lesið 1059 sinnum