../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-050
Útg.dags.: 10/24/2019
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 Fósturfrumutalning
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Talning á blóðkornum af fóstur-uppruna í blóði þungaðra kvenna er framkvæmd með frumuflæðisjá (Flow cytometer). Rannsóknin byggir á greiningu fóstur hemoglobins (HbF) og ensímsins Carbonic Anhydrase (CA) sem einungis er tjáð á blóðkornum einstaklinga eftir fæðingu. Undirbúningur fyrir frumuflæðisjárgreiningu felst í að fixera, gera blóðkornin gegndræp og lita þau með flúrljómandi mótefnum gegn HbF og CA. Blóðkorn sem greinast jákvæð fyrir HbF og neikvæð fyrir CA í frumuflæðisjá teljast eiginlegar fósturfrumur1. Í frumuflæðisjánni eru greind 100.000 blóðkorn í hverju prófi og samhliða rannsókn eru keyrð bæði jákvæð og neikvæð viðmiðunarsýni.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner

Mæling er gerð alla virka daga. Ef um bráðatilfelli er að ræða er hægt að panta mælingu utan hefðbundins vinnutíma í samráði við vakthafandi blóðmeinafræðing.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Svar: Svar er gefið sem % fósturblóðkorna af heildarfjölda taldra blóðkorna.

Túlkun
Hækkun: >0.2%
Lækkun: Engin fósturblóðkorn eiga að greinast í blóðrás fullorðinna einstaklinga
Hide details for HeimildirHeimildir
1. Porra, V., et al. Identification and quantification of fetal red blood cells in maternal blood by a dual-color flow cytometric method: evaluation of the Fetal Cell Count kit. Transfusion 47, 1281-1289 (2007).

    Ritstjórn

    Jón Þór Bergþórsson - jobergth
    Sigrún H Pétursdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Páll Torfi Önundarson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 06/22/2018 hefur verið lesið 1289 sinnum