../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-100
Útg.dags.: 08/31/2022
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kalsíum jóniserað
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Í plasma er um helmingur af kalsíum bundinn, aðallega við albumín, og um helmingur er óbundinn eða jónaður. Aðeins jónað kalsíum er líffræðilega virkt og stjórnun á kalsíumþéttni í blóði miðast við þann hluta. Paratýrín og D-vítamín stjórna kalsíumþéttni í blóði heilbrigðra. Oft ráða sýrustig og albumínþéttni mestu um það hve mikið af kalsíum í blóði er jónað en við vissar aðstæður geta önnur atriði haft mikil áhrif. Eðlileg þéttni af jónuðu kalsíum er afar mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi vöðva, tauga og margra annarra líffæra.
Ábendingar:
Greining á hyper- eða hypoparathyroidismus eða grunur um truflun á kalsíumbúskap sem ekki skýrist með mælingu á S-Kalsíum.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa
með geli (gul miðja)
. Mikilvægt að glasið fyllist alveg.
Litakóði samkvæmt Greiner.
Við sýnatöku skal helst ekki nota stasa. Ef það er óhjákvæmilegt skal stasa í eins skamman tíma og hægt er. Sjúklingurinn skal ekki kreppa hnefann á meðan sýnið er tekið.
Sýnið skal skilja innan 1 klukkustundar frá töku.
Glasið má alls ekki opna fyrr en við mælingu sýnis.
Niðursnúið gelglas geymist 2 sólarhringa við 4°C.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
1,13 - 1,33 mmól/L (miðað við pH 7,4)
Börn <1 mánaða: 1,10 - 1,50 mmól/L
.
Úthringimörk:
< 0,8 eða >1,6 mmól/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun:
Mæling á S-Kalsíumjónum gefur áreiðanlegri upplýsingar um lífeðlisfræðileg áhrif kalsíums en mæling á S-Kalsíum, einkum þegar albumínþéttni eða sýrustig er afbrigðilegt, eftir stórfelldar og hraðar blóðhlutagjafir, hjá sumum sjúklingum með mikið af paraprótínum og hjá nýburum. S-Kalsíumjónir aukast aðeins við áreynslu en lækka aðeins eftir máltíðir.
Hækkun:
Hækkun
getur til dæmis stafað af hyperparathyroidismus, illkynja vexti í eða utan beina, mikilli neyslu kalks, D-vítamíns eða A-vítamíns og meðferð með litíum.
Lækkun
:
Lækkun
sést til dæmis eftir hraðar og miklar blóð- og plasmagjafir, við hypoparathyroidismus, pseudohypoparathyroidismus, skort á D-vítamíni, magnesíuskort, nýrnabilun, bráða brisbólgu, alkalósis og hjá sumum brunasjúklingum og öðrum mikið veikum sjúklingum.
Heimildir
Heimildir
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ólöf Sigurðardóttir - olsi
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Ingunn Þorsteinsdóttir
Upp »