../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-198
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Þvagsýra
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Þvagsýra er lokaafurð niðurbrots púrína, þ.e. adeníns og gúaníns, en þau finnast einkum í kjarnsýrum. Líkaminn brýtur niður púrín úr fæðu á sama hátt og þau sem myndast í líkamanum. Mestur hluti þvagsýru í plasma myndast við niðurbrot púrína í líkama mannsins. Þvagsýra getur bundist við albúmín og önnur prótein í plasma. Um 75% þvagsýru er skilið út um nýrun og afgangurinn er skilinn út um meltingarveg.
Púrínmagn fæðu hefur áhrif á magn þvagsýru í sermi. Það er sólarhringssveifla með lægri gildum um nætur en daga.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Sýni geymist í fimm daga í kæli og sex mánuði við -20°C
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
karlar 230-480 µmól/L; konur < 50 ára, 155-350 µmól/L; konur > 50 ára, 155-400 µmól/L
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Við þvagsýrugigt er magn þvagsýru í líkamanum aukið. Hækkun á þvagsýru í plasma er oft einkennalaus. Þvagsýra getur hækkað við nýrnabilun og meðgöngueitrun. Í sjúkdómum þar sem er aukin umsetning á púrínum, eins og við hvítblæði, anæmia perniciosa og hemolýtíska anemíu sést einnig hækkun á þvagsýru í plasma. Sum lyf, t. d. salicylat og tiazider geta valdið hækkun á þvagsýru í sermi. Alkóhól getur valdið hækkun. Sjaldgæfir erfanlegir sjúkdómar geta valdið hækkun þvagsýru.
Lækkun: Lækkuð gildi sjást við alvarlegar lifrarskemmdir og Fanconi syndrome. Lækkun á þvagsýru í plasma sést við skort á ensíminu xantinoxidasa, sjaldgæft.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill UA2, Uric Acid, 2018-12, V 10.0 Roche Diagnostics, 2018
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Samnorræn viðmiðunarmörk: http://nyenga.net/norip/index.htm

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingunn Þorsteinsdóttir

Útgefandi

Ingunn Þorsteinsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 5515 sinnum