../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-198
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Þvagsýra
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Þvagsýra er lokaafurð niðurbrots púrína, þ.e. adeníns og gúaníns, en þau finnast einkum í kjarnsýrum. Líkaminn brýtur niður púrín úr fæðu á sama hátt og þau sem myndast í líkamanu
m.
Mestur hluti þvagsýru í plasma myndast við niðurbrot púrína í líkama mannsins. Þvagsýr
a getur bundist við albúmín og önnur prótein í plasma. Um 75% þvagsýru er skilið út um nýrun og afgangurinn er skilinn út um meltingarveg.
Púrínmagn fæðu hefur áhrif á magn þvagsýru í sermi. Það er sólarhringssveifla með lægri gildum um nætur en daga.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Sýni geymist í fimm daga í kæli og sex mánuði við -20°C
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
karlar 230-480 µmól/L; konur
<
50 ára, 155-350 µmól/L; konur > 50 ára, 155-400 µmól/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun
Hækkun:
Við þvagsýrugigt er magn þvagsýru í líkamanum aukið. Hækkun á þvagsýru í plasma er oft einkennalaus
. Þvagsýra getur hækkað við nýrnabilun og meðgöngueitrun. Í sjúkdómum þar sem er aukin umsetning á púrínum, eins og við hvítblæði, anæmia perniciosa og hemolýtíska anemíu sést einnig hækkun á þvagsýru í plasma. Sum lyf, t. d. salicylat og tiazider geta valdið hækkun á þvagsýru í sermi. Alkóhól getur valdið hækkun. Sjaldgæfir erfanlegir sjúkdómar geta valdið hækkun þvagsýru.
Lækkun
: Lækkuð gildi sjást við alvarlegar lifrarskemmdir og Fanconi syndrome. Lækkun á þvagsýru í plasma sést við skort á ensíminu xantinoxidasa, sjaldgæft.
Heimildir
Heimildir
Upplýsingableðill UA2, Uric Acid, 2018-12, V 10.0 Roche Diagnostics, 2018
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Samnorræn viðmiðunarmörk:
http://nyenga.net/norip/index.htm
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ingunn Þorsteinsdóttir
Útgefandi
Ingunn Þorsteinsdóttir
Upp »