../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-685
Útg.dags.: 03/20/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.01.01 Ketónar í blóði
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Mæling ketóna í blóði (B-ketónar)
Viðvarandi hækkun blóðsykurs og skortur á insúlíni getur leitt til ástands sem kallað er ketónablóðsýring (diabetic ketoacidosis - DKA). Við alvarlegan skort á insúlíni getur líkaminn ekki nota glúkósa sem orku og verður því niðurbrot á öðrum vefjum til orkugjafar. Sem dæmi leiðir niðurbrot fitu (lipolysis) til aukinnar þéttni fitusýra sem síðan nýtast við myndun ketóna (ketogenesis aðallega í lifur). Mikið aukin þéttni þeirra í blóði getur verð skaðleg þar sem hún leiðir til súrnunar blóðs (acidosa).

Neðangreindar þrjár sameindir mynda algengustu ketóna í blóði:

3-beta-hydroxibutyrat (3BHB) er aðal ketóninn sem myndast við þetta ástand og er sú sameind sem veldur mestri súrnun í blóði. Þessa sameind er bara hægt að mæla í blóði.
Aceotacetat skilst út um nýru og er sú sameind sem mæld er í þvagi (U-ketónar)
Acetone er minnst hættulegt af þessum þremur og hefur minnst áhrif á pH blóðs. Acetone er rokgjarnt og skilst út um lungun. Lyktin af acetoni er sérkennandi fyrir DKA.

Greinamunur er gerður á ketósu og ketóacidósu.

Ketósa er í raun eðlilegt lífeðlisfræðilegt viðbragð og getur komið fram við langvarandi svelti, á meðgöngu ofl.
Ketónablóðsýring eða eitrun vegna ketóna í blóði er aftur á móti hættulegt ástand. Þá hefur orðið alvarleg efnaskiptabrenglun þar sem sýrustig í blóði hefur lækkað.

Ábending:
Ráðlagt er að mæla ketóna í blóði ef blóðsykur er yfir 14 mmól/L eða ef grunur er um að einstaklingur sé að þróa með sér DKA. Einnig má nota ketónmælingar í blóði til að fylgja eftir meðferð DKA. Þetta skal þó aldrei nota eitt og sér til greiningar, heldur byggja greiningu á blóðgösum.

Áhættuhópar fyrir DKA:

Sykursýki af tegund 1 (fyrsta greining eða versnun á blóðsykurstjórn)
Tilfallandi veikindi (sýkingar ofl.) í þekktri sykursýki
Meðganga hjá konum með sykursýki eða meðgöngusykursýki
Insúlínháð sykursýki af tegund 2

Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni má ekki skilja niður og þarf að mæla strax.

Einnig má nota venu heilblóð tekið í blóðgassprautu og mæla strax.


Ekki má nota serum, plasma eða EDTA blóð.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar á rannsóknarkjarna.

Pöntunarkóði: keto
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0 - 0.6 mmól/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Viss lyf (acetamidofenol, askorbínsýra, kaptopril, dopa­min, efedrin, íbu­profen, salicylsýra, tetracyklín, tolaza­míð och tolbútamíð).
    Há þéttni í blóði af acetoacetati, bilirúbíni, kólesteróli, þríglýseríðum, kreatínini og þvagsýru.

    Svar:

    Túlkun
    Eftir insúlíngjöf lækka ketónar í blóði hratt, en fyrsta klukkutímann á eftir má þó sjá hækkun. Eftir um 2 klukkutíma eiga ketónar í blóði að hafa lækkað markvert ef insúlinið hefur haft tilskilin áhrif. Hluti af 3BHB umbreytist í acetoacetat og lækkar því þéttni ketóna í þvagi hægt og getur jafnvel aukist eftir insúlíngjöf. Því er ekki öruggt að fylgja þessu ástandi eftir með mati á ketónum í þvagi. Ketónar í þvagi hækka einnig seinna en B-3BHB í byrjun DKA.

    Með því að greina myndun ketóna snemma er hægt að koma í veg fyrir að DKA þróist.

    Þegar ketónar í blóði hafa hækkað mikið (3-5 mmól/L) eru nærrannsóknartæki (bedside, point-of care testing) ekki örugg mæliaðferð. Því er ekki rétt að treysta eingöngu á hana við greiningu og bráðameðferð DKA.

    Engin áhætta<0,6 mmól/L
    Lítil áhætta0,6-1,5 mmól/L
    Viss áhætta1,5-3,0 mmól/L
    Mikil áhætta>3,0 mmól/L

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Diabetolog nytt. 2012, árgangur 25. Nr 7-8

    2. https://www.diabetes.org.uk/Guide-to-diabetes/Complications/Diabetic_Ketoacidosis/

    3. Läkartidningen nr 45 2012 vol 109. 2031-2


    Ritstjórn

    Helga Sigrún Sigurjónsdóttir
    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ólöf Sigurðardóttir - olsi

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/05/2022 hefur verið lesið 375 sinnum