../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-149
Útg.dags.: 03/20/2024
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Órósómúkóíð
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Órósómúkóíð kallast einnig súrt alfa-1 glýkóprótein og rennur í alfa-1 bandi á rafdrætti. Órósómúkóíð er bráða-fasa prótein og aðallega myndað í lifur.
Breytileiki: Er mun lægra (30% af fullorðinsgildum) hjá nýburum en hækkar og nær fullorðinsgildi á 6-12 mánuðum. Órósmúkóíð lækkar við notkun getnaðarvarnapillu og á síðari hluta meðgöngu.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymist í 3 daga í kæli og 6 mánuði í frysti við -20°.
Sýni geymist í viku í kæli og 8 mánuði við -20°C
Mæling gerð alla daga á Rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,45-1,17 g/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hækkun: Hækkar við bráða og langvinna bólgusjúkdóma, (bráða-fasaprótein) og sérstaklega ef bólgan hefur mikil áhrif á bandvef. Einnig hækkun við bólgubreytingar í þörmum svo sem colitis ulcerosa og Crohns sjúkdóm.
    Lækkun: Lækkar við mikið próteintap um meltingarveg og nýru, einnig við skorpulifur. Órósmúkóíð lækkar við notkun getnaðarvarnapillu og á síðari hluta meðgöngu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill AAGP2, 2013-11, V 8.0 Roche Diagnostics, 2013.
    Laurells klinisk kemi i praktisk medicin, 9th edition. Studentlitteratur, 2012
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders. 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2281 sinnum