../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-199
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Þvagsýra í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Þvagsýra er lokaafurð niðurbrots púrína, þ.e. adeníns og gúaníns, en þau finnast einkum í kjarnsýrum. Líkaminn brýtur niður púrín úr fæðu á sama hátt og þau sem myndast í líkamanum. Mestur hluti þvagsýru í plasma myndast við niðurbrot púrína í líkama mannsins.
Um 75% af þvagsýru er skilið út um nýrun og afgangurinn um meltingarveg. Þvagsýra skilst út um gaukla í nýrum, síðan á sér staður endurupptaka í efri píplum, þvagsýru er síðan seytt í neðri hluta efri pípla og að lokum á sér stað endurupptaka í neðri píplum. Um 6-12 % af þvagsýru, sem síast um gaukla er skilið út í þvagi.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvagi er safnað og geymt í kæli frá upphafi söfnunar. Magn mælt og 5 - 10 ml sendir til rannsóknakjarna, ásamt upplýsingum um þvagmagn. Ath: þvagsýra getur myndað botnfall.

Mæling er gerð alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
1-6 mmól/24 klst. á venjulegu fæði, 1-12 mmól/24 klst á púrínríku fæði.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun:
    • Hvítblæði, vegna aukinnar umsetningar á frumum
    • Nýrnasteinar, þó eru ekki allir einstaklingar sem fá þvagsýru nýrnasteina með aukið magn af þvagsýru í þvagi.Hækkun á þvagsýru er áhættuþáttur fyrir myndun á kalsíum nýrnasteinum.
    • Thiazide þvagræsilyf geta aukið útskilnað á þvagsýru
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012



      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 1952 sinnum