../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-089
Útg.dags.: 05/21/2024
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Ig-M
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: IgM er byggt úr tveimur µ-keðjum og tveimur kappa eða lambda keðjum. Það er stærsta immúnóglóbúlínið, myndað úr fimm grunneiningum (pentamer) og er þess vegna eingöngu í blóðrásinni.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerðSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er gerð
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Sýni geymist í viku í kæli og 8 mánuði við -20°C
Mæling gerð alla virka daga rannsóknakjarna Hringbraut
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Aldur
IgM: g/L
0-6 mán
0,2 - 1,2
7 mánaða-2ja ára
0,6 - 1,8
2-9 ára
0,7 - 1,8
9-16 ára
0,7 - 2,2
Fullorðnir
0,4 - 2,3

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Eingöngu IgM hækkun (lítil eða engin hækkun á IgA og IgG) er mest við sjúkdóma (Waldenström macroglobulinæmiu) sem valda einstofna aukningu (M komponent, paraprótein) á IgM. Sést einnig við malaríu (í byrjun sjúkdóms), primer biliary skorpulifur og við sýkingar með mykoplasma. Minni hækkun við ýmsa veirusjúkdóma. Hækkun ásamt IgA og IgG við flestar sýkingar.
Lækkun: Lækkun primert við hypogammaglobulinæmiu og einnig við aðra sjúkdóma, t. d. við kroniskt lymphatiskt hvítblæði og mergæxli þar sem einstofna mótefnið er ekki IgM.
Hide details for HeimildirHeimildir
Upplýsingableðill IGM-2, 2022-11, V 15.0 Roche Diagnostics, 2022
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2085 sinnum