../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-167
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Prótein rafdráttur á sermi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Prótein í lausn bera rafhleðslu og hreyfast því í rafsviði. Við rafdrátt (elektróforesis) á sermi dragast próteinin sundur í fimm flokka, aðallega eftir hleðslu þeirra og stærð. Á rafdrætti sést dreifing mótefna (immúnóglóbúlína), þ.e. hvort um er að ræða fjölstofna, einstofna eða fástofna (poly-, mono- eða oligoklonal) aukningu á mótefnum.
Einstofna aukning á mótefnum sést m. a. við góðkynja mergæxli (MGUS), mergæxli og Waldenströms sjúkdóm.

Ábendingar: Aðalábending er grunur um mergæxli
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymast 7 daga í kæli.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

Albúmín

36 - 48 g/L

a-1-glóbúlín

2,1 - 4,2 g/L

Sýnir einkum breytin
gu á a-1-antitrypsini.

a-2-glóbúlín

5,1 -10,2 g/L

Sýnir einkum breytingar á haptoglóbíni
og a-2-makróglóbúlíni.

b-glóbúlín

5,0 - 9,4 g/L

Sýnir einkum breytingar á transferríni, komplementum,
b- lipópróteini og IgA

g-glóbúlín

7,1 - 14,6 g/L

Sýnir einkum breytingu á IgG, en einnig á IgA og IgM.

Verulegar breytingar geta orðið á þéttni einstakra próteina án þess að það komi fram við rafdrátt. Rafdráttur próteina greinir einkum afbrigðilega myndun mótefna (IgA, IgG og IgM), þ.e. einstofna aukningu mótefna, aukningu eða minnkun á mótefnum.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun

Einstofna aukning á mótefnum sést m. a. góðkynja mergæxli (MGUS), mergæxli og Waldenströms sjúkdóm. Á rafdrætti getur líka sést lækkun/hækkun á immúnóglóbúlínum

Hide details for HeimildirHeimildir
Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 8763 sinnum