../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-078
Útg.dags.: 07/27/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Hómócystein
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Hómócystein er amínósýra mynduð þegar methíónín gefur frá sér metýl-hóp. Hómócystein getur hvarfast við serín og myndað cysteine eða endurmetýlerast og er það efnahvarf örvað af methionine synthasa. Vítamínin fólat og B12 (kóbalamín) eru kóensím við þetta efnahvarf.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýnið er kælt STRAX í ísvatni og skilið niður innan 1 klst. Þegar búið er að taka plasmað ofan af rauðu blóðkornunum er hómócystein ekki lengur viðkvæmt fyrir geymslu og geymist 2 vikur í kæli og lengur í frysti.
Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
<15 µmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Skortur á vítamínunum fólat og B12 (kóbalamín) veldur því að styrkur hómócysteins í plasma hækkar. Algengast er að hækkun á styrk hómócysteins í plasma sé vegna skorts á vítamínum eða vegna arfgengra þátta. Langvinn nýrnabilun og lifrasjúkdómar geta einnig valdið hækkun á hómócysteini í plasma.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, Ninth Edition. Studentlitteratur. 2012
    Upplýsingableðill HCYS, 2014-02, V 8.0 Roche Diagnostics, 2014

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Sigrún H Pétursdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 03/07/2011 hefur verið lesið 7239 sinnum