../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-080
Útg.dags.: 09/27/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 HIAA-5 í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: 5 -hydroxýindól-ediksýra (5-hydroxyindolacetic acid (5-HIAA)) er helsta niðurbrotsefni serótóníns. Serótónín (5-hydroxýtryptamín) er taugaboðefni sem er myndað úr amínósýrunni tryptófan í serótónínvirkum taugum í miðtaugakerfi og í enterocromaffin frumum í meltingarvegi. Mælingar á útskilnaði 5-HIAA eru gerðar við grun er um carcinoid æxli (silfurfrumuæxli) en það eru æxli af enterocromaffin uppruna sem yfirleitt eru staðsett í meltingarvegi eða við loftvegi. U.þ.b. 10% carcinoid æxla framleiða serótónín í nægjanlegu magni til að valda serótónínheilkenni sem einkennist af hitaroða í andliti, niðurgangi og hröðum hjartslætti. Losun serótóníns frá carcinoid æxlum getur komið í köstum og eru því mælingar á 5-HIAA yfirleitt gerðar í sólarhringsþvagi til að minnka líkur á falskt neikvæðum svörum.
Helstu ábendingar: Grunur um carcinoid æxli.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Í þrjá daga áður en þvagsöfnun hefst og eins meðan á þvagsöfnun stendur skal forðast fæðutegundir og bætiefni sem geta valdið aukningu á 5-HIAA útskilnaði (sjá að neðan undir "Niðurstöður").
Sýnataka: Sólarhringsþvag (24 tíma þvagsöfnun). Þvagi er safnað í sólarhring í dökkan þvagsöfnunarbrúsa sem inniheldur 25 ml af 50% ediksýru. Mikilvægt er að kæla þvagið, líka meðan á þvagsöfnun stendur. Brúsanum skal skilað á rannsóknarstofu sem fyrst eftir að þvagsöfnun lýkur.
Ef ógerlegt er að safna sólarhringsþvagi (sem er helst hjá ungum börnum) má skila spot þvagi og er þá svar gefið upp sem 5-HIAA styrkur á móti kreatínín útskilnaði. Spot þvagi þarf að skila á rannsóknastofu sem fyrst eftir söfnun og þar er sýnið sýrt niður í pH 3 - 4. Mikilvægt er að þvag sé ekki sýrt niður fyrir pH 3 þar sem 5-HIAA er óstöðugt við svo lágt sýrustig.
Geymsla: Sýrt þvag geymist í 7 daga í kæli. Ef geyma á sýni lengur þarf að frysta þau við < -18°C.

Mælingin er gerð einu sinni í viku í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 50 µmól /24 klst.
<4,0 µmól /mmól kreatínin.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun:
    5-HIAA útskilnaður umfram x 10 efri viðmiðunarmörk bendir mjög sterklega til carcionid æxlis. Vægari hækkanir útiloka þó ekki carcinoid æxli þar sem æxlin geta verið hægvaxandi.
    Útskilnaður 5-HIAA á bilinu 50-100 µmól/24 klst getur tengst fæðuinntöku, þ.e. að sjúklingar hafi, meðan á þvagsöfnun og dagana fyrir, neytt fæðutegunda sem innihalda tryptophan og serotonin. Því er mælt með að endurtaka rannsóknina hjá þessum sjúklingum og passa sérstaklega uppá að forðast fæðutegundir og bætiefni sem geta truflað niðurstöðu rannsóknarinnar (sjá lista hér að neðan). Mögulega kemur einnig til greina að að gera hlé á lyfjainntöku ákveðinna lyfja (sjá einnig að neðan).

    Truflandi þættir:
    Ákveðnar fæðutegundir geta haft áhrif á niðurstöðu mælingarinnar til hækkunar og ætti að forðast inntöku þeirra í þrjá daga fyrir þvagsöfnun og á meðan á þvagsöfnun stendur.
    Fæðutegundirnar eru: bananar, avókado, ananas (og ananas safi), melónur, grasker, plómur, kiwi, hnetur (t.d. valhnetur, pekanhnetur, hickoryhnetur), eggaldin, tómatar (og tómataafurðir), sojaprótein og sojasósa, þari, spínat, sesam fræ, krabbadýr og lifur. Bætiefni sem innihalda tryptophan og/eða 5-hydroxytryptophan hafa einnig áhrif til hækkunar.

    Ákveðin lyf eru talin geta haft áhrif á niðurstöðu mælingarinnar.
    Lyfin eru: MAO hamlarar (áhrif til lækkunar) og SSRI og TCA (áhrif til hækkunar). Engar birtar greinar hafa þó sýnt fram á meiriháttar breytingar á 5-HIAA útskilnaði í tengslum við geðlyfjameðferð.
    Í gegn um tíðina hefur verið bent á ýmis önnur lyf sem trufla mælingu á 5-HIAA útskilnaði en þær truflanir tengjast sérstaklega eldri mæliaðferðum og eiga ekki við um þá mæliaðferð sem hér er notuð (LC-MS/MS).
    Hjá sjúklingum sem hafa mælst með væga hækkun á 5-HIAA útskilnaði þrátt fyrir að vandlega hafi verið gætt að því að sneiða hjá fæðutegundum og bætiefnum sem geta valdið auknum útskilnaði á 5-HIAA kemur til greina að endurtaka rannsóknina eftir að þriggja daga hlé hefur verið gert á inntöku lyfja sem mögulega geta haft áhrif á niðurstöður mælingarinnar. Slíkt þarf að gera í samráði við lækni sjúklings.

    Ónákvæm þvagsöfnun getur leitt til rangra niðurstaðna. Sé þvagi safnað umfram 24 klukkustundir getur það leitt til falskt jákvæðra niðurstaðna en sé þvagsöfnunin ófullkomin, þ.e. ekki öllu þvagi safnað á þeim 24 klukkustundum sem þvagsöfnunin átti að standa, getur það leitt til falskt neikvæðrar niðurstöðu. Mæling á kreatínín útskilnaði gefur hugmynd um hversu fullkomin þvagsöfnunin hefur verið og þannig skyldu sÞ-kreatínín gildi undir neðri viðmiðunarmörkum eða yfir þeim efri vekja grun um að ekki hafi verið staðið rétt að þvagsöfnuninni.


    Til að breyta 5-HIAA úr mg í µmól er margfaldað með 5,23.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier, 2017.
    Urinary sampling for 5HIAA and metanephrines determination: revisiting the recommendations. Jean-Jenoit Courcuff et al. Endocrine Connections (2017) 6, R87-R98.
    Analyte monograph, 5-Hydroxyindolacetic acid (urine, plasma). acb.org.uk., 2017

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 6066 sinnum