../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rónæm-085
Útg.dags.: 02/06/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.09.80 Cryoglobulin

Cryoglobulin eru mótefni sem falla út við kulda og leysast upp við endurhitun. Önnur prótein, svo sem fibrinogen, geta líka haft þennan eiginleika.

Heiti rannsóknar: Cryoglobulin
Pöntun: Beiðni um ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá

Ábending: Cryoglobulina er leitað hjá sjúklingum með margvísleg einkenni svo sem þrálát húðútbrot, æðabólgu (vasculitis), blóðflæðitruflanir, ýmsa gigtsjúkdóma, æxlissjúkdóma og óeðlilegar sýkingar.

Sjúkdómum af völdum cryoglobulina er skipt niður í þrjár tegundir (I, II og III) eftir magni, flokki og samsetningu þeirra immunoglobulina sem hlut eiga að máli. Þá skiptir máli hvort þau eru einstofna eða margstofna þegar meta á horfur og meðferð.

Tegund I (um 25%). Cryoglobulin af tegund I eru monoklonal immunoglobulin og tengjast aðallega lymphoproliferativum sjúkdómum (myeloma, Waldemström’s macroglobulinemiu og CLL). Eitt algengasta kliniska einkennið hjá sjúklingum með tegund I er hyperviscositet (Raynaud’s einkenni, blóðsegamyndun, blæðingar og sáramyndun).
Tegund II (um 25%) eða mixed monoclonal cryoglobulin. Tengist sjúkdómum eins og myeloma, Waldenström’s macroglobulinemia, CLL, RA, Sjögren’s syndrome og mixed essential cryoglobulinemia.
Tegund III (um 50%) eða mixed polyclonal cryoglobulin. Oftast essential en tengist sjúkdómum eins og SLE, RA, Sjögren’s syndrome, infectious mononucleosis, cytomegalovirus, acut viral hepatitis og chronic active hepatitis (CAH), primary biliary cirrhosis (PBC), poststreptococcal glomerulonephritis, infective endocarditis.

Eitt helsta sjúkdómseinkenni cryoglobulina af tegund II og III er vasculitis (purpura, arthralgia, peripheral neuropathy og glomerulonephritis).
Cryoglobulin geta orsakað skekkju í mörgum mælingum með því að falla út við lækkað hitastig. Þetta er sérlega bagalegt við mælingu á komplimentþáttum og immunoglobulinum.

Grunnatriði rannsóknar: Kuldamótefni falla út við kulda og leysast upp við endurhitun. Útfall (skýjun) ætti að myndast í kældu sermi ef kuldamótefni eru til staðar. Sermi sem hefur verið haldið við líkamshita (37°C), er notað sem viðmið.

Aðferð: Sýnið geymt í 37°C hita meðan það storknar. Blóðið er síðan skilið við 37°C og serminu skipt í tvö glös. Annað er kælt niður í 4°C og hitt geymt við 37°C. Útfall myndast venjulega í 4°C glasinu á fyrstu 24–72 klst. ef um cryoglobulin er að ræða. Magn immunoglobulina í floti 4°C og 37°C glasanna er síðan mælt og tegund þeirra ákvörðuð.

Niðurstöður: eru skráðar í rannsóknarstofuforritið GLIMS. Rafrænar niðurstöður rannsókna eru aðgengilegar innan LSH í gegnum Cyberlab kerfið.

Viðmiðunargildi: Útfall (skýjun) er metin út frá viðmiðurnarsermi.

Svartími: Mælingar eru gerðar eftir þörfum.

Sýnameðhöndlun: Tekið er 10 ml heilblóð/serumglas án gels.Blóðtökuglas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi án gels

Blóð dregið í hitað glas og glasinu haldið heitu sem næst 37°C þar til það kemst á rannsóknarstofuna. 

Leiðbeiningar varðandi blóðtöku
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Sending og geymsla: Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

Glasinu haldið heitu sem næst 37°C þar til það kemst á rannsóknarstofuna. 

Hægt er að senda serum ef sýnið hefur verið meðhöndlað á ákveðinn hátt:
Heilblóð er látið storkna við 37°C og síðan skilið við 37°C. Sermið tekið strax ofan af og sent til rannsóknastofunnar á venjulegan hátt. Vinsamlegast sendið upplýsingar með sýninu ef það hefur verið meðhöndlað á þennan máta.

Ritstjórn

Helga Bjarnadóttir
Anna Guðrún Viðarsdóttir
Sigurveig Þ Sigurðardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Helga Bjarnadóttir

Útgefandi

Helga Bjarnadóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/18/2011 hefur verið lesið 1872 sinnum