../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-046
Útg.dags.: 01/06/2015
Útgáfa: 3.0
2.02.05.01.01 Bráðarannsókn á mjógirni
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Bráðarannsókn á mjógirni.
Samheiti: Passage, smáþarmar.
Pöntun: Röntgensvör, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Grunur um garnastíflu / garnalömun.
Frábendingar: Þungun.
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur: Kviðarholsyfirlit (abdomen).

    Aðferð: Við myndgreiningarrannsókn af mjógirni er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun. Skuggaefni frá röntgendeild, gastrografin eða baríum er gefið að drekka á legudeild,
      Ef sjúklingur er með slöngu (sondu) niður í maga þarf að loka fyrir hana eftir að skuggaefnið hefur verið gefið.
      Mikilvægt er að liggja á hægri hlið eða ganga um til þess að flýta fyrir magatæmingu.
      Fyrstu myndir er teknar á röngendeild eftir 90 mín. og síðan á þeim tíma sem röntgenlæknir ákveður hverju sinni.
      Mikilvægt er að vera fastandi eftir að skuggaefni hefur verið drukkið og hafa lokað fyrir sondu þar til röntgenlæknir gefur önnur fyrirmæli.
        Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina.

    Tímalengd: 2 klst eða meira. Rannsókn er lokið þegar skuggaefni er komið yfir í ristilinn.

    Eftirmeðferð: Engin.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Soffía G Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 10/31/2011 hefur verið lesið 4212 sinnum