../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-086
Útg.dags.: 07/29/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Ig-E
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: IgE er byggt úr tveimur epsilon keðjum og tveimur lambda eða kappa keðjum. IgE binst við sérstaka viðtaka á mast frumum og mjög lítið magn af IgE er í blóði.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sermi
Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja).
Litakóði samkvæmt Greiner .

Sýni geymist 7 daga við 2-8°C og 6 mánuði fryst -20°C.
Mæling gerð einu sinni í viku á rannsóknakjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Erfitt er að gefa upp ákveðin viðmiðunarmörk því plasma gildi eru mjög breytileg. Framleiðendur mæliefnanna, sem notuð eru, gefa eftirtalin gildi sem líkleg efri viðmiðunarmörk.

Nýburar (<30daga)
1,5 kU/L
30 daga - 1 árs
15 kU/L
1-5 ára
60 kU/L
5-9 ára
90 kU/L
9-15 ára
200 kU/L
>15 ára
100 kU/L
Heilbrigðir einstaklingar á öllum aldri geta þó haft mun hærri serum gildi.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Hækkun IgE í plasma er oft tengd við ofnæmi og getur einnig hækkað við sýkingar með sníkjudýrum. IgE hækkar ekki eingöngu við ofnæmi og eðlilegt gildi fyrir IgE útilokar ekki að einkenni stafi af ofnæmi.
Hide details for HeimildirHeimildir
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Upplýsingableðill IgE II (Immunoglobulin E), 2018-01, V 8.0. Roche Diagnostics, 2018
Ritstjórn

Aldís B Arnardóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 2071 sinnum