../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-062
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 g - GT
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Gamma-glutamyltransferasi (g-GT) hvetur flutning á glutamyl hópum frá peptíðum á amínósýrur. Finnst einkum í lifur, nýrum, brisi og meltingavegi. g-GT í sermi kemur að mestu frá lifur.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmdSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Sýni geymist í 7 daga í kæli og eitt ár við -20°C
Mælt allan sólarhringinn, alla daga ársins
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 2ja mánaða, < 200 U/L;
Karlar: < 40 ára, < 80 U/L, > 40 ára; < 115 U/L;
Konur: <40 ára, < 45 U/L; > 40 ára, < 75 U/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkun sést einkum við lifrarsjúkdóma, gGT hækkar þá ásamt alkalískum fosfatasa við sjúkdóma í gallvegum. gGT finnst ekki í beinum. Sé alkalískur fosfatasi hækkaður vegna beinasjúkdóms verður ekki breyting á gGT. gGT hækkar mikið við sjúkdóma í gallvegum, með gallstasa. gGT er mjög næm mæling, en ósértæk, fyrir alkóhólskemmdir í lifur. Minni hækkun sést við lifrarbólgu og brisbólgu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Viðmiðunarmörk sjá: www.furst.no/norip
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 5759 sinnum