../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-075
Útg.dags.: 08/06/2024
Útgáfa: 2.0
2.02.01.01 INRLIFUR
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá

Grunnatriði rannsóknar: Til að samræma niðurstöður skv. International Normalized Ratio (INR). Með þessari aðferð umreikna rannsóknastofur svör úr storkuprófum skv. sérstökum stuðlum, sem eru breytilegir eftir hversu sterkt thrombóplastin er notað. Á þann hátt verður til gildi, sem á að vera sambærilegt í öllum megindráttum á milli þeirra rannsóknastofa sem nota INR. Á Landspítala er mælt Fiix-PT til að stýra blóðþynningu en PT próf til að meta synthetiska getu lifrarinnar. Þegar beðið er um lifrar-INR er reikna út PT-INR (INRLIFUR). INRLIFUR mælir lækkun á storkuþáttum FI (fíbrínógen), FII, V, VII, IX og FX.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Blóð tekið í glas (inniheldur 3,2% natríum sítrat) með bláum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
Sýnaglas skilið niður í skilvindu við 20°C og 3000 rpm í 10 mínútu. Mælingin er gerð á plasma.

Mælingin skal gerð innan 2 daga frá blóðtöku.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Plasma geymist 8 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við - 70°C.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,8 - 1,20
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: INR

    Túlkun
    Hækkun: Skortur á ofangreindum storkuþáttum lengir PT-INR, sömuleiðis hafa K vítamín-hemlar (warfarín) áhrif til lengingar og önnur blóðþynningarlyf, ss rivaroxaban, apixaban og edoxaban.


      Ritstjórn

      Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
      Sigrún H Pétursdóttir
      Páll Torfi Önundarson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Páll Torfi Önundarson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 05/15/2020 hefur verið lesið 547 sinnum