../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-157
Útg.dags.: 08/15/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Prógesterón
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Prógesterón er kvenkynhormón. Ásamt estrógenum undirbýr prógesterón slímhúð legsins til að taka á móti frjóguðu eggi. Hjá konum á barneignaraldri sem ekki eru þungaðar er prógesterón aðallega framleitt í gulbúi (corpus luteum) á síðari hluta tíðahringsins. Á meðgöngu framleiðir legið prógesterón og verður stöðug aukning á styrk þess fram að fæðingu, allt að 10-15 föld aukning frá gulbúsfasa en eftir fæðingu lækkar prógesterón styrkur í sermi hratt. Lítilsháttar er framleitt af prógesteróni í nýrnahettum hjá báðum kynjum og í eistum hjá körlum. Í blóði er prógesterón bundið CBG og albúmíni.
Helstu ábendingar: Ófrjósemi hjá konum. Er aðallega mælt til þess að kanna hvort egglos hafi átt sér stað. Til að meta starfsemi gulbús. Til að meta starfsemi fylgju.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Sýnið geymist 5 daga í kæli og 6 mánuði í frysti.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
nmól/L
Konur:eggbúsfasi
< 0,16 - 0,6
miðbik tíðahrings
0,17 - 13,2
gulbúsfasi
13,1 - 46,3
eftir tíðahvörf
<0,16 - 0,4
Karlar
<0,47

Heilbrigðar þungaðar konur:nmól/L
1. þriðjungur meðgöngu35-141
2. þriðjungur meðgöngu81 - 265
3. þriðjungur meðgöngu187 - 679
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri hækkun, í prógesterón aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun Hjá konum þarf að túlka niðurstöðurnar m.t.t. tíðahrings.
    Hækkun: Blöðrur (cystur) í eggjastokkum. Æxli í eggjastokkum. Meðfæddur nýrnahettuauki (congenital adrenal hyperplacia). Sum æxli í nýrnahettum og eistum geta framleitt prógesterón.
    Lækkun: Eggjastokkar sem ekki starfa eðlilega. Ef styrkur prógestóns hækkar ekki í gulbúsfasa hefur egglos ekki orðið eða þá að gulbú hefur ekki þroskast eðlilega.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Fylgiseðill með hvarfefnum, Elecsys Progesterone III, 2022-10, V 4,0. Roche Diagnostics, 2022.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2018.
    Anckaert E. et al. Extensive monitoring of the natural menstrual cycle using the serum biomarkers estradiol,
    luteinizing hormone and progesterone. Practical Laboratory Medicine 25 (2021) e00211.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 6899 sinnum