../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-059
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Fenemal
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Fenemal (á ensku = phenobarbital) er flogaveikilyf af flokki barbítúrata. Lyfið frásogast hægt en örugglega frá meltingarvegi og er aðgengi > 90%. Hámarksþéttni í sermi næst eftir 4 - 10 klst frá inntöku. Dreifingarrúmmál er um 0,7 L/kg og próteinbinding er um 40-60%. Um 25% af fenemali útskilst um nýru á óbreyttu formi en um 75% eru brotin niður í lifur í óvirk niðurbrotssefni, aðalega fyrir tilstilli CYP2C9 en einnig lítillega CYP2C19 og CYPP3A, sem skiljast síðan út um nýru tengd glúkúróníði. Helmingunartími í sermi er yfirleitt á bilinu 70 - 100 klst (70 klst hjá börnum, 100 klst hjá öldruðum). Hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrna- starfsemi er helmingunartíminn lengdur. Mörg lyf ýmist auka eða minnka virkni fememals gegnum virkjun eða hömlun niðurbrotsenzíma. Hjá fullorðnum næst jafnvægi á sermisstyrk fenemals eftir 3 vikna töku en eftir 1-2 vikur hjá börnum. Einkenni fenemal eitrunar geta verið meðvitundarskerðing eða jafnvel meðvitundarleysi, hægur hjartsláttur, hæg öndun og lækkun líkamshita.
Helstu ábendingar: Til að ákvarða lyfjaskammta og fylgja þeim eftir og til að greina fenemal eitranir.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Við meðferðareftirlit skal sýni safnað rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki safnað fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir u.þ.b. 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).

Gerð og magn sýnis:
Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) .

Geymist 7 daga við 2-8°C eða 1 ár við -20°C í lokuðu glasi.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
43 - 172 µmól/L.

Eitrunarmörk: > 172 µmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.

    Túlkun
    Æskilegur styrkur fenemals í sermi er breytilegur milli einstaklinga en hjá flestum sjúklingum næst góð stjórnun floga sé styrkurinn á bilinu 43-172 µmól/L.

    Fari sermisstyrkur > 150 µmól/L geta farið að koma fram aukaverkanir á borð við sefjun, ósamhæfðar hreyfingar og augntin. Við sermistyrk > 280 µmól/L er hætta á alverlegri eitrun með meðvitundarleysi.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill, PHNO2, Cobas, Roche, 2021-11,V 9.0.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    Antiseizure drugs: Mechanism of action, pharmacology, and adverse effects. UpToDate, Jun 17, 2019.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2165 sinnum