../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-106
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Katekólamín (frí) í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Til katekólamína teljast efnin adrenalín, noradrenalín og dópamín. Dópamín og noradrenalín eru fyrst of fremst taugaboðefni en adrenalín er myndað og losað frá nýrnahettumerg sem einnig framleiðir í litlu mæli noradrenalín og dópamín. Við niðurbrot katekólamína myndast óvirk niðurbortsefni; úr dópamíni myndast 3-methoxytyramin og hómóvanillu sýra (HVA), úr noradrenalíni myndast normetnefrín og vanillumöndlusýra (VMA) og úr adrenalíni myndast metanefrín og VMA.
Litfíklaæxli í nýrnahettum (pheochromocytoma) og skyld æxli utan nýrnahettna (paraganglioma) framleiða og losa umframmagn katekólamína út í blóðrásina, ýmist stöðugt eða í köstum og valda m.a. háþrýstingi sem getur leitt til alvarlegra fylgikvilla í hjarta og æðakerfi.

Til greiningar á pheochromocytoma/paraganglioma (PPGL) er mælt með að gerð sé mæling á fríum metanefrínum í plasma eða í sólarhringsþvagi. Meira næmi metanefrín mælinga í bæði plasma og sólarhringsþvagi umfram mælingar á fríum katekólamínum við greiningu PPGL skýrist af því að losun katekólamína úr æxlunum er ekki stöðug í öllum tilvikum, ólíkt því sem er með metanefrína.
Helstu ábendingar: Mælingu á katekólamínum í sólarhringsþvagi ætti ekki að nota sem fyrstu rannsókn við grun um pheochromocytoma/paraganglioma. Í stöku tilvikum, þar sem mæling á metanefrínum í plasma og/eða sólarhringsþvagi hefur ekki fyllilega náð að útiloka PPGL, getur verið hjálplegt að mæla sólarhringsútskilnað katekólamína.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Sólarhringsþvag (24 tíma þvagsöfnun). Þvagi er safnað í dökkan brúsa sem inniheldur 25 ml af 50% ediksýru. (Ekki er hægt að gera mælinguna á þvagi sem safnað hefur verið í brúsa án sýru). Mikilvægt er að kæla þvagið, líka meðan á þvagsöfnun stendur. Eftir að söfnun líkur er brúsanum skilað á rannsóknarstofuna.
Spot þvagi má skila ef ekki er gerlegt að safna sólarhringsþvagi (helst hjá ungum börnum) og er þá svar gefið upp sem dopamín styrkur á móti kreatínín útskilnaði.

Mælingin er gerð aðra hvora viku í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk

Adrenalín (nmól/24 klst)

Noradrenalín (nmól/24 klst)

Dópamín (nmól/24 klst)

0 -1 árs

< 15

< 60

< 550

1 - 2 ára

< 20

< 100

< 900

2 - 4 ára

<35

< 170

< 1700

4 - 7 ára

< 55

< 270

< 2600

7 - 10 ára

< 80

< 400

<2600

> 10 ára

< 110

< 620

<2900




Þ- dópamín/Þ-kreatínín (nmól/mmól)
0 - 2 ára
< 2200
2 - 4 ára
<1130
5 - 9 ára
<770
> 10 ára
<400
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: Næmi katekólamín mælinga í sólarhringsþvagi til greininga á PPGL er minna en næmi mælinga á fríum metanefrínum í plasma eða sólarhringsþvagi. Styrkur katekólamína innan viðmiðunarmarka útilokar því ekki PPGL greiningu.
    Hjá lang flestum sjúklingum með PPGL er magn katekólamína í sólarhingsþvagi a.m.k. tvöfalt til þrefalt hærra en efri viðmiðunarmörk.

    Vægar hækkanir katekólamína geta skýrst af líkamlegu og andlegu álagi auk þess sem ákveðin lyf/efni geta haft áhrif á losun og efnaskipti katekólamína og þannig aukið líkur á falskt jákvæðum niðurstöðum: mónóamín oxidasa (MAO) hamlar, þríhringlaga geðdeyfðarlyf og adrenhermandi lyf (efedrín, pseudoefedrín, amfetamín). L-DOPA er algeng orsök falskt hækkaðra dopamin niðurstaðna. Örvandi efni eins og koffín og nikótín geta einnig valdið hækkun. Niðurbrotsefni α-methyldopa truflar sjálfa adrenalín mælinguna.

    Truflandi þættir:
    Vissar fæðutegundir innihalda katekólamín. Neysla þeirra veldur yfirleitt ekki miklum hækkunum á fríum katekólamínum (þótt súlfat tengd katekólamín aukist mikið). Ef ætlunin er að staðfesta vægar katekólamín hækkanir í þvagi með endurmælingu er rétt að sjúklingur forðist, í a.m.k. 24 klst fyrir og meðan á þvagsöfnun stendur, hnetur og ávexti (sérstaklega banana, tómata, sítrus ávexti og sítrus safa), baunir og ost. Einnig skyldi sleppa kaffi og nikótíni.

    Ónákvæm þvagsöfnun getur leitt til falskt neikvæðra og falskt jákvæðra niðurstaðna. Sé þvagi safnað umfram 24 klukkustundir getur það leitt til falskt jákvæðra svara. Sé þvagsöfnun ófullkomin, þ.e. ekki öllu þvagi safnað á þeim 24 klukkustundum sem þvagsöfnunin átti að standa, getur það leitt til falskt neikvæðrar niðurstöðu. Mæling á kreatínín útskilnaði gefur hugmynd um hversu fullkomin þvagsöfnunin hefur verið og þannig skyldu sÞ-kreatínín gildi undir neðri viðmiðunarmörkum eða yfir þeim efri vekja grun um að ekki hafi verið staðið rétt að þvagsöfnuninni.

    Til að umreikna styrk katekólamína úr µg í nmól er margfaldað með 5,458 fyrir adrenalín, 5,911 fyrir noradrenalín og 6,536 fyrir dópamín.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Instruction Manual, MassChrom Biogenic Amines/Metabolites in Urine, Chromsystems EN 09/2016 V1.2.

    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Fifth Edition, Elsevier, 2012.

    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier, 2017.

    Elevated Urinary Free and Deconjugated Catecholamines after Consumption of a Catecholamine-Rich Diet. Jong et al. J Clin Endocrinol Metab, 2010, 95(6):2851-2855.



    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 5746 sinnum