../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-109
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Koldíoxíð (CO2)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Pöntunarkóði í FlexLab: CO2
Grunnatriði rannsóknar: Þegar heildastyrkur koldíoxíðs í plasma eða sermi er mældur, þá er verið að mæla heildarstyrk bíkarbonats, kolsýru og uppleysts koldíoxíðs. Því hafa bæði respiratoriskir og metabóliskir þættir áhrif á niðurstöðuna En þar sem bikarbonat er yfirleitt um 95% af heildarmagninu endurspeglar mælingin fyrst og fremst metabóliska þætti. Rannsóknin er því fyrst og fremst notuð til að skima fyrir metaboliskri truflun í sýru/basa jafnvæginu.
Helstu ábendingar: Skimun fyrir metaboliskri truflun í sýru/basa jafnvæginu.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette.

Við blóðsýnatökuna skal þess gætt að sýnatakan sé loftfirrt, þ.e. að tappi sé ekki tekinn af sýnatökuglasi og að loft komist að blóðinu. Ekki loftfirrt sýnameðhöndlun hefur í för með sér að gildin verða falskt of lág.

Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.

Ef senda á sýni á milli rannsóknastofa, þarf að skilja sýni niður og taka plasma ofan af og setja í glas með þéttum tappa. Í vel lokuðu glasi geymist plasma í 40 klst. við 15-25°C, 7 daga við 4°C og 6 mánuði við -20°C eða -80°C.

Ekki er leyfilegt að bæta við koldíoxíð (CO2) mælingu á sýni sem hefur staðið opið.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar bæði í Fossvogi og Hringbraut.

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
22 - 31 mmol/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun niðurstaðna
    Hjá sjúklingum með eðlilega öndun útilokar eðlilegur styrkur kolsýru alvarlegar truflanir í sýru/basa jafnvægi.
    Hækkuð gildi: Heildar koldíoxíð í blóði (bíkarbonat og uppleyst koldíoxíð) eykst við metabólíska alkalósu og mikla neyslu alkalískra efna og kompenseraðri respíratoríska acidósu,
    Lækkuð gildi: Koldíoxíð lækkar hins vegar í metabólískri acidósu, í nýrnasjúkdómum þar sem útskilnaður vetnisjóna er skertur og í kompenseraðri respíratorískri alkalósu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders. 2012.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3087 sinnum